Eindæma haustblíða

Það er ekki amalegt að smala íslenska afrétti á þessu blíða hausti. Nú er Ferðastikluleiðangur kominn hálfa leið yfir endilangt hálendið, við erum stödd á Dyngjuhálsi á Gæsavatnaleið og veðrið hefur verið eins og það getur orðið best í júlí. Ég flaug hér yfir í sumar og þá virtist veturinn ekki vera farinn. En nú horfum við yfir mestallt norðausturhálendið í meira en 1000 metra hæð og það er hvergi neinn snjó að sjá utan jökla. Nú skulum við hætta að bölva því að þetta sumar hafi verið kalt, jöklarnir stækka nú varla mikið héðan af, svo er þessum einstaklega blíða september fyrir að þakka. Þegar tæknin leyfir verður hægt að raða hér inn á síðuna myndum af dýrðinni í þessu ferðalagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband