Merkingarnar æpa á peningana

Það hefur verið sagt frá því í fréttum að hundruð milljónir króna liggi ónotaðar sem átti að nota í að lagfæra aðstæður fyrir ferðamenn og vernda náttúruna.  Að loknum akstri norður Sprengisand og Gæsavatnaleið blasir við mikið verkefni við að merkja og lagfæra ferðamannslóðir landsins.  Það vantar stikur á stórum köflum og merkingar eru villandi og ómálaðar stikur sjást varla.  Þar að auki skortir stórlega á að setja upp leiðbeiningar við varasöm vöð að ám og lítið sést af framkvæmdum við að bera ofan í dældir þar sem mikið vatn safnast á vegina.  Því freistast ferðamenn gjarnan til að fara út fyrir slóðina.  Ef þetta er á þessa bók lært á þjónsutusviði við ferðamenn er skiljanlegt að hundruð milljónir króna liggi óhreyfð á meðan ófremdarástand ríkir víða um land.Það virðist vefjast fyrir mönnum hver á að gera hvað og það er aðalástæða fyrir því hvernig ástandið er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gæsavatnaleið hefur lengi verið hægfara og varasömu. Eftir gosið í Holuhrauni er eflaust allt breytt. Það eru "forréttindi" hinna djörfu að getað farið þarna um þegar ekki hefur verið mörkuð ákveðin leið að Vaðöldu?

Að komast svo áfram leiðina sunnan Upptyppinga um  Kreppuháls og til Kverkfjalla er aðeins draumur nú þegar haustlægðir ganga yfir. Sá á N4 frábæran þátt um Sigurðarskála og Kverkfjöll og skildist að fáir Íslendingar hefðu komið þangað í sumar.

Útlistað var í sjónvarpsþættinum að Kverkfjöll væri einn fallegasti áfangastaður á Íslandi. Daginn eftir hitti ég eldri mann sem hafið farið í Kverkfjöll á jeppa sínum í byrjun september. Lýsingar hans voru hástemmdar. Nú bíð ég bara eftir nýjum myndum frá Ómari, sýndar einu sinni á RÚV?

Sigurður Antonsson, 19.9.2015 kl. 21:43

2 identicon

Hvaða hvaða.

Einhversstaðar verður ríkið að sýna sterka stöðu sína.

Hvað varð um söluhagnað Símans sem átti að ganga upp í byggingu hátækni sjúkrahúss?

Á ekki næst að selja Landsvirkjun vegna aukningu erlendra ferðamanna?

Það ætti að vekja furðu að þeir sem hafa unnið hörðum höndum að breyta stjórnarskrá á þann veg að gefa yfirþjóðlegu valdi stjórn landsins.

Yfirþjóðlegri fasískri valdaklíku sem gefur skít í náttúru landsins ef gróði er annars vegar ...

" Um aldamótin 1900 vaknaði áhugi erlendra auðmanna á virkjun vatnsfalla á Íslandi. ... "

Ef áhuginn var til staðar um aldamótin 1900, hver er áhuginn nú?

Verður Gullfoss virkjaður í framtíðinni?

Jú,það ætti að vekja furðu en þetta er ekki kallað fávitavæðing að ástæðulausu ...

Verða þeir sem hafa einarðlega staðið að alþjóðavæðingu/einkavæðingu auðlinda Íslands sæmdir fálkaorðunni með kærum þökkum frá hinu yfirþjóðlegu valdi?

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 00:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er ekki hissa á því að nafnleysingjar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þori ekki að skrifa hér undir eigin nafni og kennitölu.

Fyrst þú ert andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu ættir þú einnig að vera andvígur aðild landsins að Evrópska efnahagssvæðinu, "Leibbi Leibbs".

Hins vegar vill enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Það er nú allt "fullveldið".

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:15

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:16

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:17

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:18

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002


Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:20

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:21

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.

Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:22

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:

Reglugerð nr.
1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins."

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:23

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:24

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:27

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:29

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:31

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2015:

Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

Meirihluti kjósenda undir þrítugu styður Pírata

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 02:51

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 12:59

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég gerði þátt um Kverkfjöll árið 1981 og síðan var sýnt frá þeim í þáttunum "Regnbogalandið" og í þriðja lagi þau gerð að meginstefi í þættinum "Kóróna landsins." 

Ómar Ragnarsson, 21.9.2015 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband