Í landi frelsisins.

Frelsi eins endar það sem frelsi eins byrjar. Þetta virðumst við Íslendingar oft eiga erfitt með að skilja. 

Í landi frelsisins, Bandaríkjunum, liggur víða 130 þúsund króna sekt við því að henda rusli. 

Það þykir sjálfsagt vegna þess að enginn einn á að útvíkka svo frelsi sitt að það verði til þess að baka öðrum vandræði að óþörfu. 

Einhver þarf að tína það rusl upp sem annar hendir eða að taka afleiðingunum af sóðakap, kæruleysi og eigingirni. 

Fyrir slíkt á sá, sem hendir rusli að gjalda jafnt í landi frelsisins sem á okkar landi. 


Svipað viðhorf og oft hjá Bandaríkjamönnum.

Ástæða þess að Rússar hafa ævinlega staðið við bakið á Assad Sýrlandsforseta er áreiðanlega ekki sú að þeir séu hrifnir af stjórnarháttum þess manns, sem byggjast á því að hluti landsmanna og mikill minnihluti hefur haft öll ráð landsins í hendi sér og beitt valdi sínu af hörku.

Ástæðan er sú, að í augum Rússa er Assad illskásti kosturinn í landinu, og þetta mat þeirra, sem hefur reynst ekki svo galið í ljósi grimms veruleika og fyrir bragðið   sterkari staða en áður hefur nú orðið sjálfri Angelu Merkel ljóst, þótt ekki farið það mjög hátt.

Þetta minnir um margt á þá afstöðu sem Bandaríkjamenn tóku áratugum saman gagnvart ráðamönnum margra ríkja og taka enn, til dæmis gagnvart stjórnvöldum í Sádi-Arabíu.

Þar í landi eru stækt trúarofstæki, mannréttindabrot og einræðisstjórn við völd, en Vesturveldin og þjóðir heims þora ekki að rugga bátnum vegna hinnar einstæðu og sterku stöðu sem Sádarnir hafa í olíubúskap heimsins.   


mbl.is Hafa farið eftirlitsflug yfir Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páfi nýrra tíma.

Frans páfi er sá fyrsti sem á uppruna sinn í þriðja heiminum. Hann þekkir því betur en fyrirrennarar hans til aðstæðna þess yfirgnæfandi meirihluta mannskyns sem þarf að búa við örbirgð, rányrkju, spillingu og kúgun.

Hann talar tæpitungulaust um þau risavöxnu viðfangsefni sem hrannast munu upp og valda meiri óförum jarðarbúa en dæmi eru um í mannkynssögnunni ef ekki verður strax spyrnt við fótum.

Hann talar fyrir því að gömul og sígild gildi varðandi skyldu hverrar kynslóðar að ganga ekki á rétt þeirra sem á eftir koma.

Frans páfi kemur fram á hárréttum tíma þegar hrópað er á einhvern sem getur vísað veginn úr úr þeim ögöngum sem við blasa.

Ef þjóðir heims hafa einhvern tíma þurft á slíkum leiðtoga að halda er það nú.  


mbl.is Páfa fagnað eins og rokkstjörnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband