Athyglisverður dómur hæstaréttar Bandaríkjanna.

Dómur hæstaréttar í máli Muhammads Alis vegna neitunar hans að gegna herþjónustu var að mörgu leyti mjög merkur. 

Dómurinn kom mjög á óvart, því að í undirrétti hafði Ali fengið þungan dóm fyrir neitun sína og fáir bjuggust við því að hæstiréttur undir forystu Warrens myndi dæma öðruvísi.

Warren var reglulega í símasambandi við Nixon forseta og fylgdi því fast eftir að dómararnir væru helst einróma kveðnir upp. 

En aðstoðarmaður eins dómarans, sem var kominn með banvænt krabbamein og vildi ekki að neinn blettur félli á starfslok sín varðandi það að kveða upp ranga dóma, fann hliðstæðu við mál Alis, sem kom dómurunum í bobba. 

Rétturinn hafði sýknað hvítan Mormóna, sem var sakaður um það sama og Ali, að hafa neitað að gegna herþjónustu af trúarástæðum. 

Ef dæmt var öðru vísi í máli Alis en Mormónans var hægt að saka réttinn um að mismuna fólki eftir litarhætti og trú, en það var andstætt meginatriði bandarísku stjórnarskrárinnar um að ekki megi mismuna fólki eftir trú og litarhætti. 

Hjá mormónanum og Ali var í báðum tilfellum um að ræða meginatriði trúarbragðanna, friðarboðskapinn. Þótt hugsanlega væri hægt að finna einhver einstök atriði annars staðar í kenningu múslimatrúar og kristinnar trúar, væri það aukaatriði. 

Hvað varðar rétt samkynhneigðra samkvæmt mannréttindakafla íslensku stjórnarskrárinnar er um meginatriði að ræða sem er afsprenngi þess boðskapar kristninnar að allir skulu teljast Guðs börn og jafnir fyrir Guði. 

Meginatriðið varðandi mannréttindi og jafnrétti hlýtur því að eiga að vega þyngra en það, hvort viðkomandi prestur eða hliðstæður aðili innan annarra trúarbragða hengi sig á einstakar setningar í Gamla testamentinu.

Tillaga Brynjars Níelssonar er vel meint en það gengur samt ekki upp að einstakir prestar geti framið mannréttindabrot á fólki.  


mbl.is Trúfélög sjái ekki um hjónavígslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litabreytingar á landslagsmyndum eru líka oft of miklar.

 Litirnir víða í íslenskri náttúru eru það óvenjulegir og sterkir, að fyrr á árum reyndu útlendingar sem fengu íslenskar filmur til framköllunar að "lagfæra" litina. 

Nú hefur þetta snúist við. 

Þegar ég sé myndir sumra erlendra ljósmyndara og jafnvel íslenskra blöskrar mér hverni sumir fallas fyrir freistingunum til þess að láta ekki nægja að skerpa myndirnar lítillega, heldur einnig aða breyta litun svo mikið að það blasir við staðkunnugum að of langt hefur verið gengið. 

Hugsanlegt er að í sumum tilfellum stari menn of lengi og mikið á myndirnar og láti aðlögunarhæfnni augans því afvegaleiða sig. 

En svona lagað er hvimleitt og sem betur fer detta alvöru fagmenn ekki í þessa gryfju. 


mbl.is Óþekkjanleg eftir photoshop
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúðar- eða viðbúnaðarlending.

Flugvélin sem sagt er að "nauðlent" hafi á Gardemoen flugvelli í hástemmdum fréttum var hvort eð er á leið þangað og lenti á áætluðum komutíma á áætluðum stað algerlega áfallalaust.

Sú lending var í raun ekki nauðlending heldur í samræmi við flugáætlun, þótt viðbúnaður væri í gangi. 

Ekkert var að henni þegar hún lenti annað en það að aðvörunarljós var bilað. 

Hjólabúnaðurinn fór eðlilega niður í aðflugi, enginn á jörðu niðri sá eld við búnaðinn, en venja er að viðkomandi flugvél fljúgi yfir völlinn með hjólin niðri og hjólahúsið opið til þess að starfsmenn á jörðu niðri geti skoðað hann frá jörðu, og enginn eldur sást né varð hans vart , - lendingarbúnaðurinn virkaði fullkomlega og óaðfinnanlega í lendingu. 

Hins vegar var viðbúnaður hafður til öryggis eins og um eld væri að ræða úr því að bilað aðvörunarljós logaði. Líktist meira brunaæfingu en raunverulegu brunastarfi.   

Stórlega er gert mikið úr svona atvikum og oft um of. Það gerir fréttina meira spennandi, ekki síst ef Íslendingur hefur verið um borð og getur vitnað um "neyðina",  en minnir svolítið á spurningu Bíla-Lása á meiraprófi bílstjóra hér í gamla daga: "Hvað er aö, þegar ekkert er að, en þó er ekki allt í lagi?" 


mbl.is Nauðlenti á Gardermoen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband