Alcoa: Stórfelld skattaívilnun marga áratugi fram í tímann.

Bjarni Benediktsson kýs að svara ekki gagnrýni Frosta Sigurjónssonar vegna þeirra undanþága frá íslenskum lögum, sem ætlunin er að Innviðafjárfestingabanki Asíu fái frá íslenskum lögum.

Stórfelldar ívilnanir til handa útlendum fyrirtækjum eru útaf fyrir sig ekki nýjung hér á landi.

Í fyrirlestri á fundi í fyrradag greindi Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri frá því, að í skattalöggjöf margra ríkja væru ákvæði um hámark vaxtakostnaðar, sem fyrirtæki mættu telja fram sem kostnað, sem drægist frá tekjum þeirra.

Tilgangur þessa takmörkunarákvæðis væri að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem ættu dótturfélög, gætu látið eitt dótturfélag sitt lána öðru dótturfélagi svo mikið fé, að lánþeginn losnaði við að borga tekjuskatt.

Hér á landi gildir þessi regla ekki og þess vegna kemst Alcoa upp með það að borga engan tekjuskatt hér á landi, ekki bara núna eða hingaðtil, heldur allan samningstímann næstu fjóra áratugi!

Indriði upplýsti, að íslensk stjórnvöld hefðu í raun gengist fyrir því að í samningnum við Alcoa væri ákvæði sem tryggði það að Alcoa gæti til enda samningstímans bókfært eins miklar vaxtagreiðslur og þyrfti til að losna við að borga krónu í tekjuskatt!

Með öðrum orðum: Löggjarvald Alþingis til að koma í veg fyrir siðlaus undanskot frá tekjuskatti var í raun tekið af þvi!

 

 

 

 

 


mbl.is Bjarni segir heimild víst liggja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhver mesta spilling á byggðu bóli.

Í Suður-Ameríku viðgengst einhver mesta spilling veraldar og mest er hún í Paragvæ.

Hún þrífst á öllum sviðum þjóðlífsins og er beinlinis háþróuð varðandi mútur og mútuþægni.

Íslensk kona, sem ég hitti á förnum vegi í haust og bjó í Paragvæ í nokkur ár, sagði mér að þar í landi gæti enginn komist hjá því að taka beinan og óbeinan þátt í þessu, svo gegnsýrt væri þjóðlifið af þessu.

Hægt væri að kaupa sér háskólagráður og hvers kyns réttindi ef svo bæri undir.

Það minnir á stórt flugslys þegar leiguþota steyptist niður í Mexíkóborg með ungan mexíkóskan valdamann, atgervismann, sem búist var við að yrði arftaki þáverandi þjóðarleiðtoga Mexíkó.

Við rannsókn kom í ljós að aðalorsök slyssins var kunnáttuleysi flugmannanna, sem höfðu keypt réttindin til að fljúga þotum af þessu tagi.

Í Paragvæ eru lögreglan og dómskerfið gerspillt, og mannréttindi fótum troðin.

Ill meðferð fanga er illræmd að endemum.

Það er því engin furða að eiturlyfjasala sé þar mikil og alræmd.

Þeir Íslendingar, sem af einhverjum ástæðum hafa flækst í net fíkniefnaglæpamanna þarna, vita vel um ástand fangelsismála á þessum slóðum og því má heyra þær raddir að okkur beri engin skylda til að eyða fé og fyrirhöfn í að skipta sér af fólki, sem vissi vel hvaða áhætta var tekin með því að komast í kast við lögin í landi, þar sem réttarfari og fangelsismálum er ábótavant. 

Með því að líta svona á mál þessara Íslendinga er gengið fram hjá þeirri meginreglu að hver sakborningur teljist sýkn saka, nema sekt hans sé sönnuð fyrir dómi.

Einnig má benda á orð Krists: Í fangelsi var ég og þér vitjuðuð mín.

Orðin eru afdráttarlaus og algild, án undantekninga.

 

 


mbl.is Reynir að tryggja réttláta málsmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú má hann líka?

Meðferð utanríkismála þjóða likist því að tefla flókna og erfiða skák þar sem þðrf er á sem bestri menntun og yfirsýn, enda er skákborðið á okkar tímum allur heimurinn.

Í skák þarf að reikna út stöðuna marga leiki fram í tímann og gjörkanna öll möguleg viðbrögð mótherjanna á grundvelli innsæis, þekkingar og reynslu. 

Í meðferð utanríkismála og skák verður að hlíta ákveðnum reglum og þekkja þær. 

Ekkert af þessu var fyrir hendi þegar Gunnar Bragi Sveinsson ákvað að Íslendingar skyldu samþykkja, án þess að hafa nokkur áhrif sjálfir á þá ákvörðun vestrænna þjóða, að taka upp viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum með þeim slæmu afleiðingum sem svarleikur Rússa hefur haft hér á landi.

Barnalegt var að halda að eftir á væri hægt að fá Rússa til að hætta við viðskiptaþvinganir gegn okkur eða að fá bandalagsþjóðir okkar til að fara eftir á að veita okkur styrki til mótvægis við tjón okkar.

Í bandalagslöndum okkar bitna viðskiptaþvinganir misjafnlega á þeirra eigin innanlandsstarfsemi og engin von til þess að farið sé að hygla atvinnustarfsemi hjá annarri þjóð umfram starfsemi innan eigin landamæra.

Ekki varð aftur snúið eftir að lagt var af stað. 

Það yrði vatn á myllu Rússa ef Íslendingar yrðu nú til þess að efna til ósættis við þá sem þeir hétu stuðningi í upphafi þessarar óundirbúnu vegferðar og slikt framferði okkar myndi draga úr trausti annarra þjóða á okkur.  

Bjarni Benediktsson hefur undir rós gagnrýnt utanríkisráðherra fyrir meðferð hans á þessu máli, en það er enn eitt dæmið um það ofurvald ráðherra og framkvæmdavaldsins, sem það hefur hrifsað til sín á kostnað löggjafarvaldsins í skjóli slapprar stjórnskipunar.

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er tekið á þessu til að tryggja betri og skýrari valddreifingu.

En nú bregður svo við að engu er likara en að Bjarni Benediktsson segi: Nú má ég lika.

Eins og sjá má á tengdri frétt á mbl.is færir Frosti Sigurjónsson alþingismaður fram gilda gagnrýni á för Bjarna fyrir Íslands hönd á stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu án samþykkis Alþingis.

 

    


mbl.is Segir Bjarna skorta samþykki Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband