Eitt versta dæmið um ofurvald olíuauðsins.

Allur heimurinn veit að í Sádi-Arabíu ríkir einhver forneskjulegasta og versta einræðis- og kúgunarstjórn sem um getur á síðari tímum.

Firrt og gerspillt auðfjölskylda.

Kannski er það aðeins stjórn Norður-Kóreu, sem er verri.

Þetta viðgengst vegna þess að Sádi-Arabía er lang öflugasta olíuútflutningsland heims og getur í krafti þess öðrum fremur ráðið ferðinni í heimsviðskiptum með þennan orkugjafa sem efur verið og er enn mesti áhrifavaldurinn í efnahags- og stjórnmálum heimsins.

Máttlaus andmæli hafa ekki minnstu áhrif á valdsherra sem hafa öll stórveldin í vasanum og eru auk þess nánustu bandamenn eina risaveldisins. 

Hella nú olíu á eld óróans í Miðausturlöndum og eiga nóg af olíu til þess.

 


mbl.is „Munum láta jörðina skjálfa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munur á flutningi fjármuna innanlands og flutningi úr landi.

Búvörusamningur snýst um tilfærslu fjármuna innanlands en Icesave-skuldbindingin snerist um flutning fjármuna út úr landinu.

Á þessu tvennu er auðsær grundvallarmunur og því getur mat á búvörusamningi verð villandi ef ósambætileg fyrirbæri eru notuð til samanburðar.

Um tilvist búvörusamningsins, fyrirkomulag hans og upphæð má að sjálfsögðu deila, en þá verður að bera hann saman við hliðstæð fyrirbæri og skoða m málið í víðu alþjóðlegu samhengi, til dæmis því hvort sanngjarnt sé að íslenskur landbúnaður njóti verri kjara en stórlega ríkisstyrktur erlendur landbúnaður. 


mbl.is Á við þrefalt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipað og áfengisvandamál Frakka.

Fyrir 62 árum virtust Frakkar fyrir löngu hafa sætt sig við þann sess meðal þjóða að þar væri margfalt meiri neysla áfengis á hvern íbúa en í nokkru öðru landi.

Reynt var að breiða yfir það böl sem þetta olli á margvíslegan hátt með tali um vínmenningu sem væri nánast göfug og hluti af þjóðarstolti Frakka.

En árið 1954 varð Pierre Mendes-France forsætisráðherra, gerði mjólkurglas að tákni sínu, kvaðst skera upp herör gegn áfengisbölinu, stöðva glatað nýlendustríð í Vietam innan 100 daga og létta þeirri byrði, sem stríðið var, af Frökkum.

Á árunum 1945 til 1958 ríkti óreiða í frönskum stjórnmálum og ríkisstjórnir komu og fóru með fárra mánaða millibili. Frakkar töpuðu mikilvægri orrustu við Dien Bien Phu, landinu var skipt í Norður-Víetnam og Suður-Víetnam og viðnám Vesturveldanna gegn kommúnistum færðist næstu ár af Frökkum yfir á Bandaríkjamenn.

En Mendes-France náði engum árangri í áfengismálunum. Í þeim fór ekki að rofa til fyrr en mörgum áratugum síðar.

Staða Obamma gagnvart byssumálum Bandaríkjamanna minnir um margt á stöðu Mendes-France 1954.

Hann er í tímaþröng og byssueigendur hafa heljartak á þinginu.

Tölurnar um byssueignina og byssumorðin eru jafn sláandi og tölurnar um áfengisneysluna og afleiðingar hennar voru í Frakklandi.

Vafasamt er því um árangur í baráttunni gegn rótgróinni byssudýrkun Bandaríkjamanna.


mbl.is Tekst á við byssuofbeldi án þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband