Lögreglan, þverskurður af þjóðfélaginu.

Kannski er það vegna fámennisins sem íslenska lögreglan nýtur meira trausts en víða erlendis.

En þar kemur það einnig tíl að lengstum hefur þessi starfstétt verið skipuð þannig að hún hefur verið nokkurs konar þverskurður af þjóðfélaginu með fólk af fjölbreyttu tagi eins og er í röðum almennings.

Af þessu leiðir að lögreglan og almenningur finna til vissrar samkenndar.

Síðasti hluti orðsins lögregluþjónn felur í sér fallega hugsun.

Þetta kom sér vel á einstæðan hátt í Búsáhaldabyltingunni þegar mótmælendur komu lögreglunni til hjálpar til að verja þá fyrir ofstopamönnum og hindra að allt færi úr úr böndunum þegar í óefni stefndi.

Það hefði varla gerst í nokkru öðru landi.  

 


mbl.is Lögreglan vekur aðdáun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af mörgum göllum núverandi stjórnarskrár.

Nú þegar hafa miklu fleiri gefið út yfirlýsingar um forsetaframboð en á sama tíma við fyrri kosningar.

Og í fjölmiðlum hafa þegar komið fram áhyggjur hjá kunnáttufólki varðandi þann galla íslensku stjórnarskrárinnar að svo geti farið að næsti forseti verð kjörinn með mjög lágu fylgishlutfalli, allt niður í 10 prósent.

Auk þessa er krafist sama meðmælendafjölda og 1944, sem þýðir að hlutfallslega átta sinnum færri meðmælendur þarf nú en þá.

Þetta eru aðeins tveir af þeim mörgu göllum sem eru á núverandi stjórnarskrá, - og í frumvarpi stjórnlagaráðs var ætlað að ráða bót á þessu með því að taka upp fyrirkomulag, sem gefist hefur vel í öðrum löndum og tryggir að forsetinn njóti meirihlutafylgis.  


mbl.is Árni Björn og Ari gefa kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörfin fyrir trúarlega réttlætingu.

"Allir mótmælendur hata kaþólska,

allir kaþólskir hata mótmælendur

og hindúar hata múslima

og allir hata Gyðinga...",

söng háðfuglinn Tom Leehrer á 7 áratugnum þegar deilur þessara trúarhópa stóðu sem hæst, meðal annars á Norður-Írlandi og á Indlandi.

Í réttlætingu fyrir stríði virðist rikja þörf fyrir seðjandi og tilbeiðslukennda heittrú sem geti skipt fólki í "okkur" og "hina" líkt og nú er að gerast meðal múslima í Miðausturlöndum.

Hámarki meðal kristinna þjóða náði trúarbragðaleg réttlæting styrjölda á 17. öld, en átökin á Norður-Írlandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar voru oft tengd við tvær greinar af kristni, líkt og nú er að gerast milli tveggja greina múslima.  

Þegar aðskilnsður varð milli trúarlega og veraldlegra efna hjá kristnum þjóðum var engu líkara en að ákeðin stjórnmáleg trúarþörf leitaðist við að fylla upp í eins konar tómarúm, sem myndaðist, því á 20 öldinni urðu stjórnmálakennigar kommúnisma, kapítalisma, fasisma, lýðræðis og einræðis að eins konar trúarbrögðum með tilbeiðslukenndri dýrkun á leiðtogum eins og Hitler, Lenin, Stalin, Maó og Mussolini.

Lungann úr síðustu öld, allt frá valdatöku kommúnista í Rússlandi 1917 til loka Kalda stríðsins 1991, var tekist á á vettvangi stjórnmálalegra trúarsetninga. 

Svo langt getur trúarþörf gengið að meira að segja Adolf Hitler styrktist síðustu ár ævi sinnar í þeirri trú að guðleg fosjón hefði útvalið hann og héldi yfir honum verndarhendi.


mbl.is Hótar „guðlegri hefnd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Skipulögð vitfirring", - aldar gamalt fyrirbrigði.

Fyrir rúmlega öld fór spenna vaxandi á milli stórveldanna í Evrópu með stofnun tveggja ríkjabandalaga og stigvaxandi vígbúnaði og vopnakapphlaupi.

Á báða bóga var á nútímamáli um það að ræða, að hernaðarbandalögin tvö væru skilgreind sem ógn við þjóðaröryggi hvort annars. 

Svo var komið í ársbyrjun 1914, að í nýjársársávarpi leiðtoga Breta lýsti hann vopnakapphlaupinu sem "skipulagðri vitfirringu."

Efling vígbúnaðar Þjóðverja var ógn við Frakka og Rússa og Þjóðverjum fannst vaxandi iðnaðarmáttur Rússa og þó einkum hröð fólksfjölgun í Rússlandi þess eðlis, aö ef á annað borð kæmi til styrjaldar við þá væri betra að það drægist ekki. 

Ástandið núna stefnir í eina átt eins og á árunum í aðdraganda Fyrri heimsstyjaldarinnar og ætti að hringja bjöllum hjá ráðamönnum stórveldanna.


mbl.is Bandaríkin ógna þjóðaröryggi Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband