Sums staðar valda jarðstrengir meiri náttúruspjöllum en loftlínur.

Þegar jarðstrengir eru lagðir um gróið land á láglendi og um byggð eða þegar röskuð svæði, er stærsti kostur þeirra sá, að það verður engin sjónmengun af þeim. 

Í könnun, sem gerð var á viðhorfum ferðamanna til háspennulína kom í ljós að þeim fannst slíkar línur trufla og jafnvel eyðileggja meira upplifunina af óspilltri en flest annað. 

Ferðafólk dæmir oft það sem það sér út frá augnablikinu og áttar sig ekki alltaf á því, að afturkræfar loftlínur valda oft miklu minni spjöllum til lengri tíma litið en óafturkræfar framkvæmdir.

Sömuleiðis áttar fólk sig ekki alltaf á því, að jarðstrengur sem lagður er um ósnortið hraun veldur mun meiri óafturkræfum spjöllum en loftlína.

Leggja þarf vegarslóða meðfram loftlínum til þess að hægt sé að komast að þeim vegna viðhelds eða viðgerða, og geta þeir í sumum tilfellum verið fólgnir í því að aka ofaníburði ofan á hraun, sem hægt er í mörgum tilfellum að fjarlægja síðar ef línan er lögð niður.

Þar sem jarðstrengur er lagður niður í jörð, þarf að rista hana upp með því að grafa stóran skurð, og þegar um úfin ósnortin hraun er að ræða, felast oft í því mikil náttúruspjöll til framtíðar, miklu meiri en ef gerð væri loftlína.  

 


mbl.is Verða að umhverfismeta jarðstrengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt víðsýni.

Þótt listaheimurinn eigi að vera heimkynni víðsýni hefur hið gagnstæða oft ráðið ríkum á ýmsum sviðum. 

Menn hafa hyllst til þess að raða listinni í aðgreind hólf, svo sem bókmenntir, tónlist, leiklist o.s.frv og einnig í fleiri flokkanir, sem sem í hámenningu og lágmenningu. 

Að sjálfsögðu hefði Bob Dylan fyrir löngu átt að vera búinn að fá bókmenntaverðlaun Nóbels, og er það fagnaðarefni að loks skuli nauðsynlegt víðsýni hafa ráðið för.

Hér heima tók það talsverðan tíma að menn áttuðu sig á list Megasar og það er til dæmis rammíslensk hefð að aðgreina höfunda texta við tónlist í tvo flokka, annars vegar ljóðskáld og hins vegar textahöfunda.

Þar hafa svonefndir "dægurlagatextar" og "dægurlagatextahöfundar" verið í lægsta flokki hjá menningarvitum þjóðar sem syngur "Ég er kominn heim" eftir "dægurlagatextahöfundinn" Jón Sigurðsson fjálglegar en sjálfa þjóðsönginn 55 árum eftir að Óðinn Valdimarsson "dægurlagasöngvari" söng textann við hið erlenda lag fyrst inn á plötu.  


mbl.is Bob Dylan fær Nóbelinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband