Sjálfstæðisflokkurinn þarf minnst tvo samstarfsflokka og minnst einn vinstriflokk.

Ef úrslit Alþingiskosningar verða svipuð því sem birtist um þessar mundir í fjölmiðlum, getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki myndað meirihlutastjórn nema að fá minnst tvo aðra flokka til liðs við sig. 

Ekki yrði hægt að mynda hægri stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn, enda afar hæpið að nokkur hinna flokkanna myndi vilja verða hjól undir vagni stjórnar, þar sem núverandi stjórnarflokkar yrðu báðir innanborðs. 


mbl.is Valkostirnir hafa kristallast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðlegt vandamál, auðræði og ójöfnuður.

Til eru þeir sem telja, að orðið "vandamál" í yfirskrift þessa pistils, eigi ekki við. Donald Trump myndi vafalaust segja það. 

Þessir menn telja, að þeir skapi svo mikil verðmæti einir og sér, að þjóðfélagið allt njóti góðs af. Aflafé þeirra skili sér til samfélagsins alveg niður til þeirra lægst launuðu. 

Þessi "brauðmolakenning" hefur verið rannsökuð og reynst að mestu leyti röng.

Þegar auðjöfur reisir sér veglega sumarhöll og fær sér einkaþotu, er að vísu fólk, sem fær vinnu við það.

En fleira fólk hefði fengið meira út úr því ef auður hinna ríku hefði hefði verið notaður í eitthvað þarfara en glys og sóun á orkulindum.

Trump réttlætir hátterni sitt, svo sem að koma sér hjá því, fyrstur allra forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum, að borga neinn tekjuskatt, að hann verji peningunum betur en ríkissjóður.

Með sömu rökum gætu flestir, sem borga sína skatta, réttlætt það að svíkja undan skatti.

Þessi heldur Trump fram í landinu, þar sem ekki tókst að góma Al Capone, einn hættulegasta glæpamann þess, fyrr en sönnuð voru á hann skattsvik.

Í Fréttatímanum í dag er rakið, hvernig íslenskir sægreifar stunda það grimmt að fara með fé sitt úr landa til staða, sem alþjóðlega eru skilgreindir sem skattaskjól.

Það gera þeir á sama tíma og veiðigjöldin, sem voru aðeins lítill hluti af auðlindarentu þeirra, hafa verið stórlækkuð af núverandi valdhöfum.   


mbl.is Vísbendingar um aukinn ójöfnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn svipaður grautur í sömu skál.

Í síðustu forsetakosningum sótti Halla Tómasdóttir mjög í sig veðrið á lokasprettinum. Það sýnir að ævinlega getur slíkt gerst, og gott dæmi er ævintýraleg björgun Alþýðuflokksins frá algeru hruni í aðdraganda Alþingiskosninganna 1995.

Ekki er marktækur munur á fylgi Pírata og Sjálfstæðisflokksins í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar, en gera miðað við fyrr reynslu er hætt við að Pírötum héldist verr á fylgi sínu í kjörklefunum. 

Þótt fylgi þeirra hafi dalað jafnt og þétt ansi lengi, verða æ minni líkur til að þeir missi verulega mikið fylgi úr þessu, því að þeir hafa verið við toppinn mun lengur en dæmi eru til áður hjá framboði utan hins gamalkunna mynsturs stjórnmálaflokka á Íslandi. 

Ýmsir einblína á þátt sjónvarps í gengi framboða og hafa allt á hornum sér um það.

Ágætt dæmi um það er gengi Flokks fólksins, sem hefur notið góðs af málflutningi sínum, og Björt framtíð hefur getað hrist af sér, að minnsta kosi í biii, þann dragbít sinn að hafa ekki á tímabili komið fram sjónarmiðum sínum og markað sér sérstöðu. 

Í fyrstu forsetakosningunum, þar sem sjónvarp hafði afgerandi áhrif, 1968, kom þýðing þessa nýja fjölmiðlis glögglega í ljós á svipaðan hátt og gerðist hafði við tilkomu sjónvarps víða erlendis.

Merkilegt er að næstum hálfri öld síðar skuli enn verið að bölsótast yfir því augljósa atriði, að enginn fjölmiðill kemur á nánari tengslum stjórnmálamanna og kjósenda eins og sjónvarp.  


mbl.is Píratar mælast stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband