Fleira sameinar en sundrar í þessum viðræðum. LÍÚ þungt í skauti fyrir Sjalla.

Evrópumál og sjávarútvegsmál voru sögð vera helstu hindranir í stjórnarmyndunartilraun Bjarna Benediktssonar.

Í sjávarútvegsmálunum er sérstaða Sjallanna greinilega alger; ekki má hrófla við núverandi kerfi, ekki einu sinni að bjóða 3% kvótans upp árlega, og tregðan gegn stjórnarskrárbreytingu um nýtingu auðlindanna fylgir auðvitað með. 

Ekkert mál, sem skiptar skoðanir eru um hjá fimm-flokkunum, sem nú sitja við samningaborð, er neitt líkt þessu. 

Af þeim sökum ætti að verða auðveldara fyrir þá að koma saman stjórnarsáttmála og stjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Fleira sameinar en sundrar og ekkert "ólýðræðislegt" við það, eins og heyra má sumar segja, að eftir að Sjallar og Framsókn misstu hinn mikla meirihluta sinn á þingi og eru nú með aðeins rúmlega 40% kjósenda að baki sér, taki hinir flokkarnir við stjórnartaumunum. 


mbl.is Gott hljóð í fundarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endalausa. Samkeppnisyfirvöld vanmáttug.

Kostir þess að þjóðfélag okkar er agnarsmátt eru margir, en þessari smæð og fjarlægð frá öðrum löndum fylgja líka ókostir. 

Einn ókosturinn er "sagan endalausa", hvernig innflytjendur og dreifingaraðilar erlendrar vöru, sem er líklega hlutfallslega stærri hluti neyslu okkar en í nokkru öðru landi, nýta sér fákeppnina og aðstöðu sína til þess að hlunnfara íslenska neytendur, einkum þegar gengi krónunnar er hátt og því hægt að gera þetta þannig að neytendur verða þess ekki eins varir og ella. 

Þrátt fyrir að hér séu samkeppnisyfirvöld sem eiga að rannsaka hvort um ólöglegt samráð sé að ræða, er erfitt að sanna slíkt, því að smæð markaðarins býr til undirliggjandi og ósnertanlegt umhverfi, sem er ígildi samráðs, að menn gæta þess að rugga bátnum of mikið og fara yfir ákveðna línu í að lækka verð í samræmi við lækkað innkaupsverð erlendis frá. 

Eins og í boltanum: Fara eins langt og dómarinn leyfir. Og það er allt of oft allt of langt. 


mbl.is Sterkt gengi ekki skilað sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartir kaflar í sögu furðu margra þjóða.

Furðu margar og merkar þjóðir eiga að baki tímabil eða verk, sem eru kallaðir svartir blettir á sögu þeirra. Þetta rifjast meira að segja upp í sjálfum Bandaríkjunum um þessar mundir, því merka lýðræðisþjóðfélagi þjóðar, sem ól af sér bæði Martin Lúter King og Abraham Lincoln, vegna stórfelldra nauðungarflutninga, sem kjörinn forseti hefur boðað.

Sjá nánar næsta blogg á undan þessu um svarta bletti í sögu ótrúlegustu þjóða.    


mbl.is Fordæmi í svörtum kafla í sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband