Skipta þarf málefnum í hluta, t.d. framkvæmdaflokk og biðflokk.

Stjórnarmyndunarviðræður geta orðið flóknar þegar flokkarnir eru magir, málefnin mörg og skoðanirnar margar. 

Hver flokkur þarf að skoða fyrir sig, hvaða málefni sín hann á helst möguleika á að koma inn í stefnu nýrrar stjórnar í eins konar framkvæmdaflokki málefna, í hvaða málefnum er hægt að finna hreina málamiðlun til framkvæmdar og loks hvaða málefni væri hægt að leggja til hliðar í bili, setja í eins konar biðflokk. 

Vegna þess hve misjafnlega kann að vera tekið í tillögur um málefnin af hálfu þeirra flokka, sem semja þarf við, kann það að kosta drjúgan tíma. 

Það fer ekki endilega eftir stærð flokkanna hve erfitt kann að vera að semja við þá. 

Þannig sagði Steingrímur Hermannsson, sem var forsætisráðhera í fimm flokka stjórn sem sat til enda kjörtímabils (flokkur Stefáns Valgeirssonar hét "Samtök um jafnrétti og félagshyggju"), að jafn mikill eða jafnvel meiri tími hefði farið í að semja við hinn eina þingmann þessara samtaka og fór í að semja við alla hina flokkana til samans. 


mbl.is Allir finna til ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hetjur bak við luktar dyr."

Mér er í barnsminni þegar ég var veikur um nokkurra vikna skeið og hlustaði á tónlist í útvarpinu þar sem ég lá. 

Eitt af þeim lögum, sem aldrei gleymast, var lagið sem Elsa Sigfúss söng á svo hjartnæman hátt, og var við ljóð Davíðs Stefánssonar um verkamannsins kofa. 

Þar var lýst kjörum hinna fátækustu á kreppuárunum og er sárt til þess að vita að fátækt skuli enn ekki hafa verið útrýmt á Íslandi sjötíu árum síðar. 

Ein af setningum sem Erla söng og enn lifa í minningunni er "...hin sjúka móðir brosti gegnum tárin." 

Þessi fáu orð voru hin einu í ljóðinu þar sem minnst var á veikindi eða sjúkleika, en þess sterkari voru þau innan í lýsingunni á ömurlegum kjörum hinnar fátæku fjölskyldu. 

Davíð var höfuðsnillingur í skáldastétt og hafði lag á að enda ljóð sín með meitluðum lokasetningum, sem kallast "punch line" á enskri tungu. 

Lokasetningarnar voru sterkar í þessu ljóði hans:  

 

"Það búa hetjur bak við luktar dyr.  /  

Börnin frá mat en foreldrnir svelta."  


mbl.is Var ekkert leyndarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband