Heggur sį er hlķfa skyldi?

Allir žeir śtlendingar sem ég hef hitt į langri ęvi hafa veriš hrifnir af ķslensku nafnahefšinni, sem byggist ekki ašeins į žvķ aš fornafniš er ašalnafniš, heldur lķka žvķ aš ęttarnöfn eru frekar fįtķš, fólk kennt viš föšur og leyfilegt aš kenna sig viš hvort tveggja, föšur eša móšur, bęši eša annaš aš ósk.

Til lķtils hefur veriš barist af dugnaši og eldmóši fyrir žvķ aš ķslenskt knattspyrnulandsliš komist ķ fyrsta sinn į stórmót, ef guggna į į žvķ aš višhalda žessari hefš į bśningum landslišsmanna.

Rétt eins og fręgir erlendir leikmenn hafa fengiš aš skrį nöfn eins og Pele į bśninga sķna, į KSĶ aš krefjast žess aš eiginnöfn ķslensku leikmannanna verši į treyjum žeirra į EM.

Ķslendingar hafa vakiš athygli į żmsum svišum varšandi forystu ķ mannréttindum og skora veršur į KSĶ aš standa nś ķ lappirnar og nżta žetta fķna tękifęri til aš kynna mannanafnahefš okkar į įberandi hįtt.

Lyppist stjórn KSĶ nišur ķ žessu mįli og samsinni erlendu valdi, gildir hiš fornkvešna um hana aš heggur sį er hlķfa skyldi.   


mbl.is Vilja eiginnöfn į landslišstreyjur
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Stefna Pśtķns: Hingaš og ekki lengra.

Į fundi leištoga Bandamanna ķ Seinni heimsstyrjöldinni skiptu Stalķn, Roosevelt og Churchill Evrópu upp ķ įhrifasvęši.

Sś skipting leiddi af sér tilvist jįrntjaldsins og óbreytt įhrifasvęši ķ nęstum hįlfa öld, hvernig sem allt veltist.

Stalķn lyfti ekki litla fingri til aš styšja kommśnista ķ Grķkklandi 1946 og Vesturveldin ašhöfšust ekki žegar Rśssar réšust inn ķ Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakķu 1968 og bęldu nišur uppreisnir ķ Austur-Žżskalandi 17. jśnķ 1953 og ķ Póllandi ķ lok įttunda įratugarins.

Gilti engu um žaš ógnarstjórn Stalķns eša kśgunaralręši eftirmanna hans.   

Pśtķn telur aš Vesturveldin undir forystu George Bush eldri og Helmuth Kohl, hafi gengiš į bak orša sinna varšandi skiptingu Austur-Evrópu eftir fall Sovétrķkjanna og hvaš sem menn segja um utanrķkisstefnu Pśtķns er ljóst, aš varšandi skiptinguna ķ įhrifasvęši viš vestur- og sušurlandamęri Rśsslands, er stefna hans nś :  Nś er nóg komiš, - hingaš og ekki lengra.

Ķ Kalda strķšinu voru Egyptaland, Sżrland og Lķbķa į įhrifasvęši Sovétrķkjanna en Ķsrael, Sįdi-Arabķa og Jórdanķa lengst af į įhrifasvęši Bandarķkjanna.

Eftir innrįs Bandarķkjamanna ķ Ķrak 2003 telja Kanar žaš land greinilega vera į sķnu įhrifasvęši, og eftir sįtt Sadats viš Begin einnig Egyptaland.

Meš stušningi viš svonefnt "Arabķskt vor" eygšu Bandarķkjamenn möguleika į aš vinna Lķbķu og Sżrland į sitt band.

Pśtķn stóš frammi fyrir žvķ aš sķšasta trygga vķgi Rśssa ķ Mišausturlöndum, Sżrland, félli.

Žetta geršist į svipušum tķma og Śkraķna virtist į fullri ferš inn ķ ESB, og augljóst er į geršum Pśtķns į Krķmskaga og sķšar ķ Sżrlandi, aš stefna hans er:  Nś er nóg komiš, - hingaš og ekki lengra.

Menn geta haft misjafnlegar skošanir į Pśtķn og Assad, stjórnarhįttum žeirra og geršum, en mišaš viš žaš hvernig įhrifasvęšum var skipt mest allan sķšari hluta 20. aldar, er skiljanlegt aš žeim finnist svipaš eigi aš gilda nś, og aš Bandarķkjamenn eigi ekkert meš žaš aš raska frekar en oršiš er įhrifasvęšum ķ Mišausturlöndum.  


mbl.is Haršar įsakanir gengu į vķxl
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Fyrr mį nś vera forréttindatęki.

Žaš lķšur ekki sį dagur aš allir verša vitni aš endalausri farsķmanotkun ķ umferšinni og aldrei hefši mig óraš fyrir žvķ žegar ég geršist einn fyrsti notandi žessa tękis hér į landi, aš žetta yrši aš žvķlķku forréttindatęki, sem žaš er oršiš.

Sögurnar eru óteljandi. Fręnka mķn ein axlarbrotnaši illa viš žaš aš bķlstjóri, sem var aš senda skilaboš, ók į fullri ferš aftann į bķl hennar žar sem hśn stöövaši hann viš rautt ljós į gatnamótum.

Hśn er enn, įri sķšar, hvergi nęrri bśinn aš jafna sig, og gerir žaš kannski aldrei, varš aš fara ķ sérstaka ašgerš og lįta rķfa allt upp rśmum mįnuši eftir brotiš.

Sķšast ķ fyrradag, ķ žéttri föstudagsumferš,  ók ég į eftir nokkrum bķlum hér og žar, žar sem bķlstjórarnir virtust vera meš lķtilli mešvitund um akstur sinn, fóru seint og illa af staš į ljósum, gįfu ekki stefnuljós og voru til trafala į annan hįtt.

Žegar betur var ašgętt voru žessi bķlstjórar allir į kafi ķ sķmanotkun.

Žaš er kominn tķmi til žjóšarįtaks ķ bęttri sķmanotkunn, viš žurfum aš lķta ķ eigin barm og setja okkur almennar sišareglur, sem eru einfaldlega naušsynlegar og skynsamlegar.

1. Žaš višfangsefni, beint vištal viš manneskju, akstur eša annaš, sem veriš er aš fįst viš žegar sķminn hringir eša gefur merki um skilaboš, veršur aš hafa forgang. Žaš er frekja og dónaskapur žegar hringjandi og svarandi ryšjast inn ķ beint samtal eša krefjandi verkefni.

2. Žaš er yfirleitt hęgt aš sjį į sķmanum eftir į śr hvaša nśmeri er hringt og gera rįšstafanir til aš svara žvķ žegar um hęgist, til dęmis meš žvķ einfaldlega aš stöšva bķlinn, eša ljśka erindinu viš žann sem veriš er aš tala viš beint eša afgreiša. Žeir sem hringja śr leyninśmerum verša sjįlfir aš taka afleišingunum af žvķ ef žaš veršur til žess aš ekki er hęgt aš sjį eftir į, hver hringdi.

Farsķmanotkun ķ akstri er lķklega oršin jafn alvarleg ógn viš umferšaröryggi og ölvun. Farsķmanotkunin er lśmskari vegna žess aš ölvun mį oftast sannreyna eftir į, en erfišara er um vik varšandi farsķmanotkunina.

Nś rétt ķ žann mund sem veriš er aš skrifa žennan pistil er sagt ķ fréttum frį žvķ aš rokkhljómsveit og umbošsmašur hennar, alls fimm menn, hafi farist viš žaš aš bķl žeirra var ekiš ķ gegnum vegatįlma viš skipaskurš og hrapaši meira en 20 metra fall ofan ķ skuršinn.

Ekkert er enn vitaš um įstęšur slyssins, en mišaš viš svo margt annaš, sem er į seyši ķ umferšinni ętti ekki aš śtiloka farsķmanotkun žegar slysiš veršur rannsakaš.

 


mbl.is „Lagši sķmann frį sér einu sinni“
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Bloggfęrslur 14. febrśar 2016

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband