Stefna Pútíns: Hingað og ekki lengra.

Á fundi leiðtoga Bandamanna í Seinni heimsstyrjöldinni skiptu Stalín, Roosevelt og Churchill Evrópu upp í áhrifasvæði.

Sú skipting leiddi af sér tilvist járntjaldsins og óbreytt áhrifasvæði í næstum hálfa öld, hvernig sem allt veltist.

Stalín lyfti ekki litla fingri til að styðja kommúnista í Gríkklandi 1946 og Vesturveldin aðhöfðust ekki þegar Rússar réðust inn í Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakíu 1968 og bældu niður uppreisnir í Austur-Þýskalandi 17. júní 1953 og í Póllandi í lok áttunda áratugarins.

Gilti engu um það ógnarstjórn Stalíns eða kúgunaralræði eftirmanna hans.   

Pútín telur að Vesturveldin undir forystu George Bush eldri og Helmuth Kohl, hafi gengið á bak orða sinna varðandi skiptingu Austur-Evrópu eftir fall Sovétríkjanna og hvað sem menn segja um utanríkisstefnu Pútíns er ljóst, að varðandi skiptinguna í áhrifasvæði við vestur- og suðurlandamæri Rússlands, er stefna hans nú :  Nú er nóg komið, - hingað og ekki lengra.

Í Kalda stríðinu voru Egyptaland, Sýrland og Líbía á áhrifasvæði Sovétríkjanna en Ísrael, Sádi-Arabía og Jórdanía lengst af á áhrifasvæði Bandaríkjanna.

Eftir innrás Bandaríkjamanna í Írak 2003 telja Kanar það land greinilega vera á sínu áhrifasvæði, og eftir sátt Sadats við Begin einnig Egyptaland.

Með stuðningi við svonefnt "Arabískt vor" eygðu Bandaríkjamenn möguleika á að vinna Líbíu og Sýrland á sitt band.

Pútín stóð frammi fyrir því að síðasta trygga vígi Rússa í Miðausturlöndum, Sýrland, félli.

Þetta gerðist á svipuðum tíma og Úkraína virtist á fullri ferð inn í ESB, og augljóst er á gerðum Pútíns á Krímskaga og síðar í Sýrlandi, að stefna hans er:  Nú er nóg komið, - hingað og ekki lengra.

Menn geta haft misjafnlegar skoðanir á Pútín og Assad, stjórnarháttum þeirra og gerðum, en miðað við það hvernig áhrifasvæðum var skipt mest allan síðari hluta 20. aldar, er skiljanlegt að þeim finnist svipað eigi að gilda nú, og að Bandaríkjamenn eigi ekkert með það að raska frekar en orðið er áhrifasvæðum í Miðausturlöndum.  


mbl.is Harðar ásakanir gengu á víxl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enn og aftur kemur þú með þessa þvælu og rugl þitt, Ómar Ragnarsson!

Þorsteinn Briem, 14.2.2016 kl. 17:34

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkin og Rússland eru langt frá því að vera óvinaríki, enda eru bæði ríkin nú kapítalísk lýðræðisríki, þótt ýmsum þyki að í þessum ríkjum sé lýðræði ekki í hávegum haft, einkum í Rússlandi.

Þessi tvö ríki eiga hins vegar sameiginlegan óvin, öfgamúslíma, Bandaríkin aðallega í Miðausturlöndum og nágrannaríkjum þeirra en Rússland fyrst og fremst í Kákasus.

Og Rússar taka nú þátt í styrjöldinni í Sýrlandi til að veikja öfgamúslíma, rétt eins og vestræn ríki.

Yfirlýsingar Pútíns eru til að skapa og halda eigin vinsældum í Rússlandi, eins og stórkarlalegar yfirlýsingar Trumps í Bandaríkjunum.

Bandaríkin og Rússland eru alltof öflug herveldi til að heyja styrjaldir við hvort annað og það hvarflar ekki að þeim, frekar en að fara í stríð við Kína.

Þorsteinn Briem, 14.2.2016 kl. 17:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússland hefur engan hag af því að Úkraína fái ekki aðild að Evrópusambandinu.

Sovétríkin, sem í raun voru eitt ríki, hafa ekki verið til í aldarfjórðung.

Rússland hefur hins vegar átt mikil viðskipti við Úkraínu og græðir á því að landið sé efnahagslega sterkt ríki, sem hefur efni á að greiða markaðsverð fyrir rússneskar vörur, til að mynda gas.

Þorsteinn Briem, 14.2.2016 kl. 17:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 14.2.2016 kl. 17:49

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað sem líður orðum Pútíns frá 2004 skipti hann um skoðun áratug seinna.

Ómar Ragnarsson, 14.2.2016 kl. 23:46

6 identicon

Rètt einsog međ gráđu hræringar eđa fjármögnunarþekkingu sænska seđlabankans færu fàir ađ sjá fyrir um vegna skuldbininga. Ásgeir Jónsson of stjórendur Kaupþings voru ađ dreifa áhàttu.

Eyrún (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband