Öllu snúið í hring og á haus.

Svo er að skilja af því sem  hefur fram hjá Árna Páli Árnasyni, að allir þeir, sem tengdust aðgerðum vegna samninga við kröfuhafa föllnu bankanna hafi verið krafðir um upplýsingar um hugsanleg hagsmunatengsl sín við kröfuhafana, en svör allra hafi verið að enginn hafi haft slíkin tengsl.

Hinn eini, sem ekki hafi verið krafinn um þetta hafi verið forsætisráðherra.

En nú kemur í ljós að hann einn tengdist einmitt einum kröfuhafanna. 

Þá kemur hann bara og segir að af því að enginn hinna hefðu talið sig eiga nein hagsmunatengsl, hefði hann ekki verið skyldugur til að gefa neitt slíkt upp!

Halló!? Einmitt ekki hann sem virðist hafa verið sá eini sem hafði tengsl?! 

 

Hér er öllu snúið á haus og í hring. Hvað snýr fram og hvað snýr aftur ? 

Svo má bæta því við að það er alveg nýr skilningur á vanhæfi að nóg sé að skoða gerning hins vanhæfa eftir á til að meta hvort hagsmunatengsl hans hafi haft áhrif. 

Ef þetta er réttur skilningur, eru reglur um að vanhæfi sé kannað áður en en hinn vanhæfi hefst handa við gerning sinn, alveg óþarfar. 

Sem er vitanlega galið, því að eftir að gerningurinn liggur fyrir er hægt að deila endalaust um þrjá kosti: 

1. Að hinn vanhæfi hafi hitt á hin sanngjörnu málalok. Sem getur verið endalaust          umdeilanlegt. 

2. Að hinn vanhæfi hafi hyglað hinum tengda. 

3. Að hinn vanhæfi hafi gengið á hlut hins tengda. 

Kostir 2 og 3 snúast báðir um mismunun og eru því afleitir. 

Þetta er aðalástæðan fyrir reglum um að hugað sé að vanhæfi fyrirfram en ekki eftir á. 

 


Rímið í fréttum vikunnar.

Ekki fer á milli mála hverjar voru tvær stærstu fréttir vikunnar ef miðað er við umtal og umfjöllun um þær. 

En þær eru svo ólíkar, að með eindæmum er.

Svo mjög, að spurning forsætisráðherra um það hvað snúi upp og hvað snúi niður á vel við. 

Fréttirnar eru það gerólíkar að þær eiga bókstaflega ekkert sameiginlegt og sem betur fer engin leið að tengja þær saman og þar af leiðandi í lagi að hafa þær samliggjandi í fréttatímum. 

Eina samsvörunin finnst að vísu í tveimur rímorðum sem eru jafn ólík að merkingu og fréttirnar en valda því að hægt er að orða þessar tvær fréttir í einni ferskeytlu, þegar komið er heim á klakann á leið frá Brussel til Reykjavíkur:

 

Í Brussel fréttir fjalla um  / 

ferlega notkun morðtóla.  /

Hér heima er fremst í fréttunum  /

forsætisráðherra´og Tortóla.  

 


mbl.is Hvað snýr upp og niður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgifiskur óánægjunnar.

Fylgifiskur nýs umróts og óánægju er uppgangur þeirra flokka, sem gagnrýna ástandið á þeim forsendum að viðbrögð við hinu nýja ástandi séu hvorki fullnægjandi né rétt. 

Og á þeim forsendum hafa jaðarflokkar ævinlega þrifist best í ástandi kreppu og upplausnar. 

Enginn vafi er á því að nýjustu atburðir í Belgíu muni verða vatn á myllu óánægjuaflanna. 

Í Belgíu hefur getulausi og sleifarlag lögreglu og yfirvalda opinberast, og almenn óánægja með það mun að sjálfsögðu bitna á stjórnmálalegum valdhöfum. 


mbl.is Pólitískur landskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sírenuvælið segir sína sögu.

Væl í sírenumm lögreglubíla hefur verið áberandi hluti af borgarmynd Brussel undanfarna daga.

Auðvitað er slíkt væl hluti af lífi milljónaborgar, en miðað við fyrri heimsóknir til þessarar borgar má greina marktækan mun.

Vælið eitt og sér kann að hafa fælingarmátt fyrir þá óyndismenn sem enn leika lausum hala í borginni. Í henni ríkir enn hátt viðbúnaðarstig sem borgarbúar verða að lifa við um sinn.

Belgísku lögreglunnar bíður það hlutverk að gyrða sig í brók. Það vakti athygli að franska lögreglan átti hlut að handtöku forsprakka hryðjuverkamanna, sem flýtti fyrir því að ódæðismenn létu til skarar skríða.

Frakkar hafa verið hundóánægðir með það hve hryðjuverkamenn hafa átt auðvelt með að vera óhultir í Brussel og athafna sig þar.

Maalbeek brautarstöðin er næsta neðanjarðarbrautarstöðin við höfuðstöðvar Evrópusambandsins, aðein 300 metra frá þeim, og það eitt ætti að nægja til að hringja öllum viðvörunarbjöllum.

Rétt er að hafa í huga hve litlu munaði að tilræðismönnum tækist að fljúga á Hvíta húsið 11. september 2001.   


mbl.is Göngunni verður frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband