Að gera það sem þarf.

Voldug valdaöfl og fjármálaöfl standa á bak við það um allan heim, sem Laxness kallaði "hernaðinn gegn landinu" í sinni frægu Morgunblaðsgrein fyrir 46 árum, og kalla mætti "hernaðinn gegn jörðinni" á alþjóðavísu.

Það felst meðal annars í skefjalausri rányrkju og óafturkræfum umhverfis- og náttúruspjöllum.

Ef andóf er viðhaft gegn þessu nota fjármálaöflin og alþjóðlegu stórfyrirtækin þau meðöl sem duga til þess að koma fram vilja sínum.

Það er misjafnt eftir aðstæðum, hve miklu valdi er talin þörf á að beita. Ef ítök í valdastofnunum nægja láta þessi öfl það gott heita.

Ef það nægir ekki, er beiting lögregluvalds næsta skref í því að "gera það sem þarf".

Síðan eru til lönd eins og Honduras þar sem beiting lögregluvalds er ekki nóg og þá telja valda- og gróðaöflin sig tilneydd að ryðja andófsfólki endanlega úr vegi, eins og útför Bertu Cacares í dag ber vitni um, auk morða á tug annarra mótmælenda á undan henni.  


mbl.is Þúsundir komu í jarðarförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir var merkur stjórnmálamaður.

Geir Hallgrímsson var um margt merkari stjórnmálamaður en virðist við fyrstu sýn.

Borgarstjóratíð hans var blómatíminn og það sópaði að honum.

Innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum reyndu á þolrifin, því að margir hörðustu fylgismenn hans voru ákafir og ekki vandir að meðölum í þessum hatrömmu sviptingum.

Stundum fór hann ekki vel út úr viðskiptum við aðra stjórnmálaforingja eins og til dæmis þegar gert var gys að því að Ólafur Jóhannesson hefði myndað ríkisstjórnina 1974 fyrir Geir.

Í forsætisráðherratíð sinni virtist Geir stundum skorta það sjálfstraust sem hann hafði haft sem borgarstjóri.

Hann sýndi mikla stjórnvisku, framsýni og yfirvegun, þegar hann fylgdi fordæmi Ólafs Thors frá 1944 þegar hann vék ekki þeim þingmönnum úr flokknum, sem studdu ekki Nýsköpunarstjórnina.

Geir vék ekki Gunnari Thoroddsen úr Sjálfstæðisflokknum, þrátt fyrir hinn djúpstæða klofning vegna stjórnarmyndunar Gunnars 1980, heldur beið átekta til þess að geta fylkt flokknum sem heilustum til kosninganna 1983 sem fæddu af sér endurnýjaða stjórn Sjalla og Framsóknar.

Hann uggð ekki að sér í prófkjöri fyrir þær kosningar, lenti í 7. sæti og féll af þingi.

Ég man ekki í svipinn eftir neinum öðrum stjórnmálamanni sem heilt svæði í höfuðborginni er nefnt eftir.

En þessa dagana hjóla ég daglega þvert yfir Geirsnef.


mbl.is Skjöl Geirs á safni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr veruleiki að koma í ljós.

Álversdeilan í Straumsvík er sú fyrsta á vettvangi stóriðjunnar sem verður jafn harðvítug og harðorð ummæli á báða bóga bera með sér.

Í hálfa öld hefur ekkert svipað gerst.

Svo margt kemur í ljós sem áður var ekki haft í hámæli, svo sem hinn ógnarlegi launamismunur þeirra sem nú hafa skipað út álfarmi og þeirra sem unnið hafa þetta starf í hálfa öld.

Upphæðirnar sem Ríó Tintó ætlar að spara sér með því að fá verktaka í vinnu í auknum mæli eru svo smáar, miðað við ofurlaun toppanna, að sú spurning hlýtur að vakna hvort eitthvað meira liggi að baki eða hvort að komin sé svo mikil stífni í deilunni, að þess vegna sé hún á því stigi sem hún er.


mbl.is „Manni er gjörsamlega misboðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband