Íslenska nafnahefðin vekur aðdáun margra.

Yfirleitt vekur íslenska nafnahefðin, að kenna sig til föður eða móður, hrifningu hjá útlendingum, sem spyrja mann um hana og fá útskýringar á henni. 

En viðgengur þessarar hefðar er ekki sjálfgefinn, því að ættarnöfnin hafa forskot hvað varðar það, að það er erfiðara að breyta út frá henni yfir í foreldranafnahefðina heldur en að breyta foreldranafnahefðinni yfir í ættarnöfn. 

Yfir foreldranafnahefðinni er ákveðinn jafnréttisblær varðandi það að kona sé ekki tilneydd að taka upp ættarnafn manns síns og það atriði vekur athygli margra útlendinga. 


mbl.is Ísland, land laust við ættarnöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torfi tvöfaldur sigurvegari, - með hálsbólgu og hita.

Í gær voru rétt 65 ár liðin frá degi frækilegasta sigurs Íslendinga íþróttum, þegar Íslendingar báru sigurorð af Dönum og Norðmönnum í frjálsum íþróttum í þriggja landa keppni í Osló og unnu Svía í landsleik í knattspyrnu á Melavellinum sama dag, 4:3. 

Sigurinn yfir Svíum var einstaklega óvæntur vegna þess að þeir voru með eitt af sterkustu landsliðum heims á þessum tíma.

Við ýmsa erfiðleika var að etja í Osló. Haukur Clausen meiddist en þá sannaðist hið fornkveðna að ber er hver að baki nema sér bróður eigi, og tvíburabróðir Hauks, Örn, hljóp í skarðið í bókstaflegri merkingu og varð lang stigahæsti maðurinn í keppninni.

Torfi Bryngeirsson reyndist vera með hálsbólgu og hita, en fyrir Norðmenn keppti einn af bestu stangarstökkvurum Evrópu.

Því verður ekki svarað, hvort Torfi hefði getað náð árangri í langhlaupi svona á sig kominn, en hann gerði sér lítið fyrir og vann stangarstökkið með yfirburðum á nýju Íslandsmeti og hirti síðan annað gull með félögum sínum í 4x100 metra boðhlaupi. 


mbl.is Var látinn spila veikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband