Lappirnar dregnar?

Þegar litið er á sérstakar aðgerðir Íslendinga á þessari öld til að draga úr útblæstri og mengun, er eftirtekjan rýr. 

Á græðgisbóluárunum varð stóri ameríski pallbíllinn að eins konar þjóðartákni okkar, henda naut hann mikilla fríðinda varðandi innflutningsgjöld. 

Árangurinn varð mest mengandi bílafloti í Vestur- og Norður-Evrópu. 

Ekkert land í Evrópu er í neitt líkri kjöraðstöðu og Ísland til að ná árangri í því að draga úr losun.

En lappirnar hafa verið dregnar hingað til.

Yfirlýsingar sem gefnar hafa verið, hafa verið loðnar, því að það er ekki nóg að segja að við ætlum að verða í hópi Evrópuríkja, sem saman draga losun saman um 40%, heldur verður að segja skýrt og skorinort hve mikið við ætlum að gera ein og sér.  

 


mbl.is Ísland á mikið undir átaki gegn mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar fyrirfram er búið að gera mál að "stórhneyksli."

Nú sér maður á blogginu að enn eitt RUV hneykslið hefur átt sér stað. Það felst í því að RUV skyldi telja það vera fyrstu frétt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Sprengisandi rétt áður um að stuðningur við hann hefði aldrei verið meir á ferli hans. 

Er þetta talið sýna að RÚV sé í þvílíkri herferð gegn SDG, að það "endurvinni" frétt á Bylgjunni til þess að ná sér niðri á honum. 

Nú er það þannig, að fjölmiðlar vitna oft hverjir í aðra þegar eitthvað fréttnæmt gerist, bæði hér á landi og erlendis.

Í sumum tilfellum er fréttin svo ný, að ekki gefst tími til að ná viðtali við viðkomandi,  en svo er að sjá af þessari gagnrýni, að RÚV megi alls ekki gera þetta. 

Þetta er alveg ný kenning í blaðamennsku, og erfitt að sjá hvernig frétt um mesta stuðning á ferlinum geti verið slæm fyrir stjórnmálamann. 

Og það skyldi þó ekki vera, að ef RÚV hefði ekki sagt frá þessu, hefði það verið sakað um að stinga góðum fréttum um SDG undir stól.

Og svo er að sjá, að ekki dugi minna en að tala um "hvert stórhneykslið á fætur öðru."

Og í öðru bloggi er þess krafist að RÚV verði þegar í stað lagt niður og allt starfsfólkið rekið.  


mbl.is Aldrei upplifað eins mikinn stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamótaleikur með autt blað.

Það verður alltaf ákveðið spennufall eftir fyrirbæri eins og frægðarför íslenska knattspyrnulandsins á EM í Frakklandi. 

Þótt hægt sé að byggja á uppbyggilegu starfi síðustu árin, er líklega mesta hættan á, að landsliðið okkar hökti einmitt í þessum leik, sem markar nýtt tímabil og nýtt viðfangsefni. 

Ef landsliðið stenst þá þolraun að koma vel út úr útileik, þar sem byrjað er á nýju verkefni með autt blað, ef það gríðarlega mikilvægt. 

Ef það tekst ekki er að vísu heimaleikur siðar í haust, en hann verður erfiðari en ella ef ekki gengur nóg vel í Kænugarði.


mbl.is „Þetta verður bardagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera repúblikanar?

Donald Trump og Republikanar á Bandaríkjaþingi hafa sýnt einstaka þvermóðsku gagnvart því sem hefur verið að gerast í loftslagsmálum jarðarinnar. 

Þar á bæ ríkir mikil afneitun gagnvart því sem kemur æ betur í ljós, minnkandi jöklar, vaxandi lofthiti, hækkandi sjávarborð (sjá blogg Haraldar Sigurðssonar), súrnun sjávar og mesta magn koltvísýrings í andrúmloftinu í 800 þúsund ár, ef ekki lengur. 

Bandaríkjaþing eyðilagði viðleitni Clintons og Gore til að styðja og styrkja Cyoto-sáttmálann, og í raun hafa allar ráðstefnurnar og fundirnir um þessi mál skilað sáralitlu á heimsvísu. 

Það eru meira að segja færð rök að því að Parísarsamkomulagið nái alltof skammt, jafnvel þótt það verði framkvæmt af þorra mannkyns. 


mbl.is Bandaríkin og Kína skrifa undir Parísarsamkomulagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband