Það þarf ekki snjó til.

Það þarf ekki snjó til að það blasi við hve akstur og umferðarmenning eru skammt á veg komin hjá okkur hér á klakanum, - líka þegar það er enginn klaki. Stæði 6.2.18

Í sumum tilfellum er jafnvel skárra að vissir ökukmenn láti einkabílinn eiga sig ákveðna daga, svo rugluð er umferðin oft á tíðum. 

Meira að segja æpir þetta oft á mann þegar bílar eru kyrrstæðir í bílastæðum. 

Ætla að skutla inn nokkrum myndum frá því í dag og í gær. 

A efri myndinni er litli bíllinn til hægri inni á sínu stæði, án þess að fara út fyrir. 

A neðri myndinni virðist bílstjórinn leggja vísvitandi nógu langt frá ytri mörkum stæðisins til hægri til þess að eyðileggja möguleika á því að stæðin í röðinni nýtist til fulls.

Nema að hann sé algerlega sofandi fyrir neinum öðrum í umferðinni nema sjálfum sér, sem er lítið skárra.                                                                                                                                              

                                                              Ö. S. Þegar neðri myndin var tekin var snjóföl á jörðu og því sást það ekki að allt auða rýmið frá dökka bílnum til vinstri að gangstéttarbrún til hægri er blátt undir snjólaginu og ætlað hreyfihömluðum.  

Það breytir ekki meginatriðinu, að ef ljósgrái bíllinn var með leyfi til að leggja í svona stæði, kom hann í veg fyrir að annar hreyfihamlaður bílstjóri gæti nýtt sér rýmið. 

Stæði 4.2.18


mbl.is Ráðherra skýtur á aksturshæfileika borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafrettur. Nýr plagsiður með fíkniefni? Eða sérkennilegt "afreykingaáhald"?

Nikótín telst vera einna erfiðast allra fíkniefna að fást við fyrir fíkla.  Talan 33% hefur verið nefnd varðandi það hve stór hluti þeirra, sem byrja að reykja, geti alls ekki hætt því vegna óviðráðanlegrar fíknar. 

Sambærileg tala er 23% fyrir þá sem byrja á að neyta heróíns og 18% fyrir þá sem byrja að fikta við kókaín. 

Tala þeirra sem verða fíkn í ópíóíðalyf (sterk verkjalyf) að bráð er líklega mjög mikil. 

Þegar rafretturnar komu til sögu voru þær nýjung sem margir tóku fegins hendi. 

Ekki ónýtt fyrir reykingafólk að geta haldið áfram að reykja og svala nikótínfíkninni án þess að innbyrða krabbameinsvaldandi efni tóbaksins. Bjarga heilsu og mannslífum á þennan hátt. 

En síðan hefur komið svolítið bakslag í hrifninguna á rafrettunum. 

Fíkn í nikótínið er nefnilega jafn hvimleið og fyrr ef fjöldi fólks byrjar að reykja á þennan nýja hátt og spúa reyknum út í umhverfið á stöðum þar sem búið er að banna venjulegar tóbaksreykingar. 

Skoðanir eru að vísu skiptar um þetta, en það hlýtur samt að verða verðugt viðfangsefni að fylgjast með því að hve miklu leyti er verið að skipta út reykingaefni fyrir sömu fíknina og jafnvel að búa til óviðráðanlegar reykingar hjá þeim, sem byrja á rafrettunum og verða forfallnir, en hefðu ekki annars orðið reykingafólk heldur láta reykingar og sígarettur alveg eiga sig. 

Ég hef komið inn í þrönga vinnustaði, þar sem aðeins voru tvær persónur að vinnu, en keðjureyktu rafretturnar, mér til ama. 

Og nú var erfitt að amast við þessu eins og hinum hefðbundnu tóbaksreykingum, úr því að krabbameinsáhrif óbeinna reykinga í gamla stílnum voru ekki fyrir hendi. 

Og síðan er það, sem greint er frá í tengdri frétt á mbl.is: Óprúttnir gróðapungar leita að leiðum til þess að lokka fíklana í sterkari efni, annað hvort sterkara nikótín eða jafnvel eitthvað annað.  

Þegar Coca-Cola auglýsti að ætlunin væri að minnka sykurskammtinn í gosdrykkjunum um 10 prósent á næstu árum fylgdi það sögunni, að það yrði ekki gert á Coca-Cola Classic. 

Auðvitað ekki! Það kók verður að vera "the real thing" því að sykurinnn er jafn mikið fíkniefni, ef ekki meira en koffínið. 


mbl.is Hertar reglur um rafrettur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband