Ein vinsælasta sænska söngkonan varðist fimlega aðdróttunum.

Það var ekkert grín fyrir marga af helstu máttarstólpum margra landa að komast hjá gagnrýni og vandræðum vegna þess hvernig aðstaða þeirra var gagnvart nasistum á stríðsárunum. 

Þannig var Louis Renault, frumkvöðull í franskri bílaframleiðslu ákærður eftir stríðið fyrir samvinnu við þýska hernámsliðið og verksmiðjurnar voru þjóðnýttar.  

Sænska söngkonan Sara Leander naut vinsælda víða í Evrópu í stríðsbyrjuun.  Þetta hafði áhrif á stöðu hennar í heimalandinu Svíþjóð, þar sem það var illa séð hve mjög hún viðhélt sðng sínum í Þýskalandi.  

Þar þurfti hún að sýna jafnvægislist, því að nasistar litu hana líka hornauga. 

Sagan segir að í opinberri samkomu hafi hinn illræmdi Joseph Göbbels hitt hana að máli og spurt hana ísmeygilega, hvort nafnið Sara væri ekki Gyðinganafn. 

Sara svaraði að bragði: 

"Það ættir þú að vita, Jósep minn."

 


mbl.is Var hún of elsk að nasistum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband