Ein fljótlegasta lausnin.

Hvernig væri nú að fara að huga að ferðaþjónustunni sem einn þeirra kosta sem gefast strax til að efla hag Íslendinga? 

Allt frá hruninu hefur verið stanslaus söngur um stóriðju og virkjanir sem einu lausnina þótt það lægi fyrir strax í fyrstu viku eftir hrun krónunnar að möguleikar ferðaþjónustu og sjávarútvegs stórbættust.

Viku eftir hrun mátt sjá kipp í ferðum útlendinga hingað.  

Í gær heyrði ég álengdar í útvarpi um einhver 5-6000 störf sem væru að skapast í nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þykir ekki merkilegt, flokkast ásamt ferðaþjónustunni undir "eitthvað annað".

Ferðaþjónustan hefur þann kost að ekki þarf örvæntingafullar stóraðgerðir með hugarfari brunaútsölunnar til að efla hana.

Einhver sagði: Sígandi lukka er best. Hvað ætli það séu mörg ár eða áratugir síðan ég heyrði þetta síðast? 


mbl.is Stærsta ferðamannaárið frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hugsaður þér, enn eykst ferðamannastraumurinn hingað... þrátt fyrir stóriðjuna

Þetta gerist þvert ofan í spár virkjana og stóriðjuandstæðinga. Er ekkert að marka ykkur?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2010 kl. 14:32

2 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Hún er ómetanleg ferðamannaþjónustan. Fyrir utan fiskinn þá er þarna raunveruleg verðmætasköpun og mannfrek með eindæmum. Einnig hefur kaupmáttaraukning ferðamanna aukið enn viðspyrnu getu Íslendinga síðan bankarnir hrundu.

Synd að orkufyritækin hafa verið rekin líkt og bankarnir þar sem framkvæmt hefur verið hugsanalaust. Skuldsettning þeirra frá árinu 2002 ætti að rannsaka sérstaklega. HS féll í hendurnar á útlendingum vegna vangetu þeirra til að endurfjármagna sig. OR gætu hugsanlega farið sömu leið en skuldir þess fjórfölduðust frá 2006. LV er búin að vera á athugunnarlista matsfyritækja vegna gríðarlegrar skuldsettningar, en tekjulindir þeirra þykja einhæfar og orkuverð til álvera ótrúlega lágar í Alþjóðlegu tiliti. Framkvæmdir fyrir austan reyndist til mikillar óþurftar og veikja okkur í þeirri stöðu sem við finnum okkur í.

Andrés Kristjánsson, 15.1.2010 kl. 16:27

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Andrés Kristjánsson fylgist greinilega ekkert með afkomu Landsvirkjunar vegna Kárahnjúka. Afkoma síðasta árs vegna þeirrar framkvæmdar eru einn af örfáum ljósu punktunum í hag þjóðarinnar þessa dagana

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2010 kl. 16:47

4 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Þegar fyrirtæki skuldar tæpa 400 milljarða og lausafjárstaða tæpir 50 milljarðar, þar af gjaldfalla 125 milljarðar á næstu árum þá myndi ég segja að staðan væri slæm. Ef LV nær ekki að endurfjármagna fellur hún. Það er áhyggjuefni hveru ílla gengur að fá LV til að greiða eigendum sínum arð og ekki gengur að biðja um það nú.

Afkoma LV er sett upp svipað og hvernig bankarnir gerðu upp sína afkomu. En sjálfsmat á eignum er sett fram sem arður og eigið fé, sem skekkir mynd af stöðu viðkomandi.

Andrés Kristjánsson, 15.1.2010 kl. 17:06

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég minnist ekki þeirra dómsdagsspáa um ferðaþjónustuna sem Gunnar vitnar í.

Vitað hefur um mikla möguleika á auknum ferðamannastraumi og áhrif eyðileggingar náttúrverðmæta getur dregið úr fjölgun í sumum tilfellum.

Mín niðurstaða er sú að miklu meiri fjölgun ferðamanna hefði verið á Kárahnjúkasvæðinu ef þangað hefði verið á hæfilegan hátt opnað aðgengi að friðuðu svæði sem einstæðum náttúruminjum heldur en með því að eyðileggja þessi verðmæti og skapa meira að segja afar fráhrindandi umhverfi við Hálslón fyrri part sumar þegar tugir ferkílómetra af drullu blasir við og leirstormar úr lónstæðinu byrgja sýn og fylla vitin á sumum af bestu veðurdögunum.

Ómar Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 20:12

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þú minnist ekki þessara dómsdagspáa Ómar, þá ættirðu að lesa skýrslu Náttúruverndarsamtaka Íslands, frá árinu 2001, sem samtökin létu gera fyrir sig sem innlegg og röksemd gegn framkvæmdunum.

Þar sagði m.a. að ef af framkvæmdunum yrði, þá myndi ferðamönnum fækka um 50% á Austurlandi vegna skaðaðrar ímyndar og 20% fækkun yrði á landinu öllu af sömu ástæðu. Þetta á hver maður að geta lesið, ef samtökin hafa ekki falið skýrsluna af skömm.

Varðandi leirstorm úr Hálslóni, þá er hann enn sem komið er einungis í vísindaskáldsögu Andra Snæs Magnasonar "Draumalandinu" og e.t.v. í einhverjum fabúleringum af þinni hálfu. Þú hafðir beðið í ofvæni nokkuð lengi eftir að þetta kæmi á daginn og loks þegar lítilsháttar örlaði á rykmekki við Hálslón í fyrrasumar, eftir mikinn þurrk, hita og stífa S-Vestanátt, þá festir þú það á filmu og sagðir:

"Sko! Ég sagði það!"

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2010 kl. 23:21

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Lítilsháttar örlaði á á rykmekki". Öllu má nú nafn gefa. Það sá varla þvert yfir lónið og var ólíft þar þá daga sem þessir stormar stóðu í tiltölulega litlum vindi.

Eru svonefndar mótvægisaðgerðir vegna þessa af ástæðum sem eru "einungis í vísindaskáldsögu Andra Snæs Magnasonar" ?

Ómar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 22:19

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mótvægisaðgerðirnar miðast við verstu huganlegar aðstæður. Engin af hálfu Landsvirkjunnar hélt því fram að ekki gætu skapast aðstæður sem yllu leirfoki.

 "Sandstormur sem byrgir alla sýn", er orðalag þeirra sem reyndu að plata þjóðina til fylgilags við öfgakennd náttúruverndarsjónarmið.

Ef myndirnar sem þú sýndir á blogginu þínu sýna: "Sandstorm sem byrgir alla sýn" (og fyllir vitin), þá er greinilegt að þú leggur einhvern annan skilning í þessar aðstæður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband