Skammsýni á sínum tíma?

Þegar ákveðið var að leggja veg yfir Mjóafjörð með brú yfir fallega ósnortna eyju var því jafnframt hafnað að bora einfaldlega göng undir Eyrarfjall og sleppa þannig við að fara hina löngu leið út fyrir Vatnsfjörð og inn Mjóafjörð.  

Það hefði að vísu orðið eitthvað dýrara að gera þessi göng en að fara þá leið sem valin var, en með göngunum hefði Hrútey verið þyrmt og leiðin um Djúpið orðið styttri og greiðfærari en hún er nú.

Ellefu milljarða króna Héðinsfjarðargöng hafa haft sín ruðningsáhrif í vegagerð víða um land undanfarin ár og mig grunar að síðar muni menn telja skammsýni hafa verið ríkjandi á mörgum ákvörðunum um samgöngur síðustu 35 ár, ekki síst á Vestfjörðum.

"Hvað hefur klikkað?" er spurt og orðið skammsýni hlýtur að koma til álita í því efni.  


mbl.is Ósátt við veglangingu fyrir vestan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér hefur fundist að alla tíð hafi lausnir gærdagsins ráðið för hjá Vegagerðinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.2.2010 kl. 13:12

2 Smámynd: Offari

Landsbyggðin er alltaf afgangs.  Héðinsfjarðargöng voru kosningaloforð og því óhagganleg þótt þau gagnist fáum kjósendum.  Þar sem ég bý á Stöðvarfirði gagnast Fáskrúðsfjarðargöng mér mikið svo ekki hefði ég viljað sleppa þeim.

Oddskarðsgöng finnst mér vera næst á dagskrá þrátt fyrir að þar sé hola í gegn efst uppi. Svo er líka til fólk sem telur það hagkvæmara að leggja landsbyggðina niður en að grafa göng fyrir örfáar hræður. Ég þekki ekki nákvæmlega hvernig þeir útreikningar virka en á samt bágt með að trúa því að slíkt sé hagkvæmt.

Sem dæmi um tækifæri til að leggja byggðalög niður má nefna að eftir Vestmaneyjagosið hefði eflaust verið hægt að leggja niður byggð með minni kostnaði en endurreisnin kostaði en samt var valið að endurreisa þrátt fyrir að ekki væri hægt að útiloka að slíka hörmungar komi aftur.

Sama má segja um Súðavík og Flateyri en ég held bara að það sé hagkvæma að dreifa byggðini til að nýta landsins gæði. Því hafi einfaldlega hugmyndin ekki komið til greina þótt sumir virðist halda að hægt sé að leggja niður byggð.

Offari, 26.2.2010 kl. 14:02

3 identicon

Vegurinn um Arnkötludal er mistök þetta er veðravíti og snjóakista. Skálavíkurhálsin er líka mjög erfiður og vegagerðinni var ítrekað bent á það af heimamönnum en auðvitað var ekki hlustað á það.

Svo eru á teikniborðinnu vegalagning um Teigskóg í A-Barð sem er klár vitleysa, nær væri að fara beint af Skálanesi yfir að Laugalandi á Reykjanesi, varla mikið mál eftir að þekkingin að þverun Gilsfjarðar í Borgarfjarðar er fyrir hendi.

Siggi Diddi (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 15:56

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Héðinsfjarðargöng, mér skildist að aðrir möguleikar og ódýrari hefðu verið til staðar og álíka skilvirkir.  En Héðinsfjarðargöng eru að verða staðreynd svo það tekur því ekki að fjasa um þau lengur, en það er gott að hafa þau í huga af og til.   

En af því að Offari nefndi Oddskarðsgöng  sem hljóta að verða nefnd Norðfjarðargöng  þegar tímar fram líða þá verða Oddskarðsgöng áfram undir Oddskarði til vitnis um heimsku fárra á kostnað margra.  Ég bjó á Nesi við Norðfjörð þegar þessi göng voru gerð og flestir í kringum mig voru mér sammála um að betra væri að bíða í eins og fjögur til fimm ár eftir göngum á betri stað.  En þeir fáu sögðu þið fáið þetta núna eða ekkert.  Þessir fáu voru ekki vegagerðin.   

Vissulega var bót að göngunum en hvergi nærri næg til að réttlæta kostnaðinn, sem sannast núna og reyndar fyrir löngusíðan.  Það er mjög mikil vægt að styðja við myndun byggða kjarna sem geta veitt Reykjavík andvægi.   Reykjavík er okkur mjög mikilvæg og hún má eflast, Hún er og verður þungamiðja allra hluta. 

Landsbyggðin þarf líka að eflast og það gerist best með því að tengja saman byggðarlög eins og tildæmis Seyðisfjörð og um Egilstaði og Skriðdal suður á Breiðdalsvík og svo þaðan strandvegi og göng til Norðfjarðar og þaðan áfram á Seiðisfjörð.  Með þessum hætti skapast andvægi við Reykjavík þannig að ekki endilega þarf að flytja allt inn í gegnum Reykjavík. 

Svona samgöngu samstæður þarf að skapa á þremur til fjórum stöðum á landinu og þá kemst af sjálfu sér jafnvægi á í byggð landsins.  

Hrólfur Þ Hraundal, 26.2.2010 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband