Óraunsæ stjórnvöld.

Ekki skal ég verða til að verja hernað Rússa á hendur Georgíumönnum á sínum tíma. Þar beittu Rússar hörku í stíl hinna gömlu sovétleiðtoga og keisaranna á undan þeim. 

En ráðamenn í Georgíu sýndu ábyrgðarleysi og dómgreindarskort í aðdraganda þessarar innrásar þegar þeir ofmátu stöðu sína og héldu að þeir gætu jafnvel reitt sig á beinan hernaðarstuðning Bandaríkjamanna vegna deilnanna við Rússa og hugsanlegs stríðs við þá. 

Nú sýna þeir enn og aftur ábyrgðarleysi og dómgreindarskort með því að standa á bak við og jafnvel mæla bót gabbfrétt um innrás Rússa.  


mbl.is Vestrænir sendimenn gagnrýna gabbfrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband