Áhrif Evu Joly ?

Athygli mína vöktu þau ummæli hins bandaríska sérfræðings í fjármálaafbrotum í Silfri Egils, að vafasamt væri að rannsókn sérstaks íslensks saksóknara hefði borið árangur hefði ráða og áhrifa Evu Joly ekki notið við.

Hvort sem þetta er rétt eða rangt mat er ástæðulaust að taka neitt frá þeim sem stóðu að skýrslunni miklu eða að því sem nú er að gerast í málefnum grunaðra í fjársvikamálum. 

Satt að segja var ég í hópi þeirra sem efaðist um að koma myndi til þeirra atburða sem orðið hafa í dag. 


mbl.is Skýrslutökum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þú ert ekki einn um það, en, nú er ég farinn að hafa trú á því að hér ríki réttlæti þrátt fyrir allt.

Bestu kveðjur úr Grundarfirðinum.

Þráinn Jökull Elísson, 6.5.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Tíminn mun leiða í ljós hvort það sé einhver alvara á bakvið það sem fór fram í dag.

Satt að segja óttast ég að lítið sem ekkert komi úr þessu, vonandi skjátlast mér. Betra að ég sé fíflið heldur en allir hinir.

Tómas Waagfjörð, 7.5.2010 kl. 00:28

3 identicon

Hvaða atburða Ómar ?

Hreiðar hefur haft 2 ár til að fela, skjóta undan eða hafa áhrif. Hvaða hugsanlegu áhrif gæti hann haft á rannsóknarhagsmuni núna sem hann hefur ekki geta haft síðastliðin 2 ár ? Og ef það er ólöglegt að "pump and dump" hlutafé bankans með að fjárfesta í bankanum með óbeinum lánum með veðum í hlutafé bankans eða hagræða með öðrum hætti þá verðum við að spyrja hvort athæfi Gunnars Anderssen 2001 þegar hann var stjórnarformaður í "offshore" fyrirtæki í Gurnsey hafi verið ólöglegt ? sbr. rannsóknarskýrslan

Tímasetningin skyggir á þá staðreynd að einu aðiliarnir fyrir dómi eru mótmælendur. ég tel litlu kaupþingspeðin 2 ekki með.

Að Magnús fari líka í jailið gildir sama um. Banque de Haville er búið að vera þvílíkt blatant sjónarspil að það er ótrúlegt að menn hafi tekið það alvarlega .... en samt er það meðhöndlað sem eðlilegur framgangur mála.

Horfðu nú aftur á Kastljósviðtalið við Evu og hlustaðu eftir því sem hún meinar ekki bara orðrétt segir.

1  Aðkoma erlendra sérfræðinga er nauðsyn af hverju ?

2  Það þarf 80 manns hún þurfti að hóta þeim til að fá 20 ?

3  Erlendir aðilar eru með yfir 20 ára reynslu íslendingar eru gersamlega reynslulausir ?

4  Því fleiri því styttri tími í rannsóknina falla menn á tíma ?

 Erlendir sérfræðingar í svikamálum tala um bankahrunið, aðdragandann og rannsóknirnar sem "incredible fiasco".

Innistæðutryggingarleikur þáverandi stjórnar reddaði ekki bara smáinneignum heldur líka inneignum stóreignarmanna, mér skylst að það hafi kostað íslendinginn ansi mikið að dekka líka alla inneign stóreignarmanna, sbr. fréttir

Skjaldborg heimilanna felst í því að fólk verður skudaþræla til dánardags en fyrirtækin stofna nýja kennitölu og byrja upp á nýtt.

Í þínum sporum myndi ég halda áfram að efast ... persónulega tel ég alveg ljóst að verið er að gera allt til að drepa málin svo menn þurfi ekki að líta í orðabókina og fletta upp orðum eins og "siðferðiskennd", "mikilmennskubrjálæði", "hroki", "hræsni", "sjálfsblekking" o.s.f.

Berðu saman íslenskar skilgreiningar á orðum eins og Vogunarsjóður ( íslenskun á Hedge Fund skv. Gylfa), afleiðusamningur (derivative) og svo erlendu skilgreiningarnar á t.d. wikipedi á ensku orðunum og þá sérðu hversu frjálslega fjármálasnillingarnir okkar fara með skilgreiningarnar. Stór hluti íslenskra afleiðsamninga yrði skilgreindur sem "gambling" ekki "derivative".

Persónulega mun ég kjósa Besta Flokkinn því betra er að hafa drukkna rauðvínsþambara sem ættleiða útigangsmenn en fjármálasnillinga sem stunda veðmálabrask með sjóði og eignir fólks og almennings.

Hlynur J0rundsson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 07:06

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ólafur og hans fólk er örugglega mjög hæft á sínu sviði og starfi sínu vaxið. Það er hinsvegar staðreynd að Eva Joly þurfti að beyta hótunum á opinberum vettvangi til að fá stjórnvöld til að leggja til meiri mannafla í verkið. Það er ljóst að sá mannskapur sem settur var í þetta í upphafi hefði engan veginn ráðið við það, sama hversu hæf þau eru. Verkefnið er einfaldlega það viðamikið. Hvort Ólafi hefði tekist með hótunum að fá aukinn mannskap skal ósagt látið en þó virðist skilningur stjórnvalda vera það takmarkaður á þessu sviði að sennilega hefði hann talað fyrir daufum eyrum.

Gunnar Heiðarsson, 7.5.2010 kl. 07:06

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki er ég með neinar heimildir úr innsta hring hjá Ólafi Þór, en ég hef allan tíman n haft fulla trú á að starf hans embættismundi skila árangri. Eva Joly hefur oörugglega sett meiri kraft í starfið og þar fer líka kona með áralanga reynslu. Sá Bandaríski er svo góð viðbót í þann reynslupakka sem þarna er saman kominn. Handtökur gærdagsins eru vissulega mikil tímamót fyrir okkur almenning í landinu. Það liggur líka gríðarleg vinna að baki og fyrir hana ber að þakka (þó ég viti að launin fyrir þá vinnu séu líka vel viðunandi).

Næsta skerf er að bæta við fangelsin í landinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.5.2010 kl. 10:58

6 identicon

Margt gott sem Hlynur skrifar. En að þau ummæli, að Eva myndi hafa gerandi áhrif á gang mála, skyldu hafa vakið athygli þína, segir mér hversu "naive" þú ert.  

Þið Reykvíkingar eruð það nálægt sviðinu, að þið sjáið ekki allt sjónarspilið. Verðið bara hissa, svakalega hissa. "Decadence" höfuðborgarsvæðins er að verða meira skelfilegur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 15:28

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Óseldu íbúðirnar á Egilsstöðum og í Fjarðabyggð samsvara því að 10000 óseldar íbúðir væru á Reykjavíkursvæðinu.

Sveitarfélögin eystra sem áttu að baða sig í velgengni eru með þeim verst stæðu á landinu, við gjaldþrots dyr. 

Stóra bólan og þenslan, mesta efnahagsfyllerí í sögu þjóðarinnar, eins og ég lýsti því í Kárahnjúkabókinni 2004, byrjuðu ekki í Reykjavík heldur með því að fara út í stærstu og verstu framkvæmdir Íslandssögunnar fyrir austan. 

Fyrstu brennivínsflöskurnar sem tæmdar eru í svallveislunni verða afdrifaríkastar. í framhaldinu brenglast öll skynsemi og brjálæðið eykst. 

Ég tel varasamt að kenna annað hvort höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðina um það sem gerðist. Horfumst bara í augu við það að meirihluti þjóðarinnar gekk af göflunum. 

Ómar Ragnarsson, 7.5.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband