Askan er ekki yfir alveg öllu.

"Á þetta að vera á Listahátíð í Reykjavík?" spurði Egill Eðvarðsson þegar hann gekk fram hjá mér uppi í Sjónvarpi í dag og sá myndir sem ég var að skoða á skjá myndavélar minnar. p1011698.jpg

"Nei," svaraði ég, "en gæti kannski einhvern tíma orðið að sýningaratriði á Hvolsvelli". 

Myndirnar eru þær sem sjá má í þessari bloggfærslu síðdegisins þegar þær verða allar komnar inn.

Þær sýna að 25 fermetrar af túni bóndans að Vestra-Garðshorni rétt vestan við Hvolsvöll höfðu sloppið algerlega við öskufall þótt svart lag af ösku væri allt í kring. p1011700_990412.jpg

Engin furða að Egill yrði hissa þegar hann sá þessar myndir á færi, því að engu er líkara en að stað hvítrar flugvélar, sem varpaði dökkum skugga á jörðina, væri kominn ljós skuggi sem svartur hlutur, flugvélin, varpar á jörðina.

Efsta myndin er tekin eftir að flugvélin hefur verið færð fram fyrir staðinn þar sem hún stóð þegar askan féll lárétt af himnum. 

Titill myndarinnar gæti verið "Aska-flug-landbúnaður"  "Ash-Aviaton-Farming".

Myndirnar voru teknar strax eftir að askan féll í morgun og Frúin síðan færð hið snarasta í gott bað á hlaðinu á Vestra-Garðshorni, komið með hana aftur og hún sett á sama stað. p1011690.jpg

Ef ég hefði haft flugvélina á túni Lambhaga rétt hjá Hótel Rangá, eins og hún hefur líka verið að undarförnu, hefði hú hún sloppið nær alveg við öskufalli, svo skörp voru skil mesta öskufallsins við Eystri-Rangá í morgun.

En þá hefði ég aldrei getað tekið svona mynd. 

Og mestu af þessu rigndi sem svartri drullurigningu á aðeins 20 mínútum.

Öskufallið í morgun sýnir að enda þótt miklar búsifjar hafi orðið undir Eyjafjöllum og í Mýrdal af völdum öskufalls hefur þó verið lán í óláni ef heildarmyndin er skoðuð, að mikið af öskunni hefur borist stystu leið á haf út. 

Það hefur verið ljóstýra í öllu öskumyrkrinu að mun verra hefði verið að fá hana allan tímann yfir Suðurlandsundirlendið sjálft og samanlagt tjón mun meira.  

P. S.  Með bloggpistlinum á undan þessum birtast loksins myndirnar, sem voru teknar uppi við gíginn í fyrradag og ég ætlaði alltaf að birta með þeim pistli. 

Sú neðsta er hin sama og birtist í Morgunblaðinu. 


mbl.is Aska yfir öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Flottar myndir....af algeru ógeði. Við fengum aftur smá öskudúsu rétt eftir miðjan dag, þannig að ég er hræddur um að það verði að vaska eitthvað af frúnni fyrir næsta flugtak.

Talandi um frúr...þá áttu hjá mér vísan stað annað kvöld ef þú vilt hafa hana Helgu með og gista, ég þarf bara að vita af svo að ég haldi herberginu fyrir ykkur.

Og svo veistu hvert þarf að taxera til að komast í vatn og smúlingu.  Bara að láta vita svo að hundurinn fari ekki í proppinn hjá þér, - fjórfætlingurinn minn er ætíð á varðbergi og á það til að góla gegnt Eyjafjallajökli, og svo að spæna á eftir Frúnni....þinni ;) 

Viti ég af flugi, þá er vindpokinn laus (í lagi) og hundurinn innan dyra, og svo munu griðkur Þýðverskar sjá um að til sé a.m.k. te ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband