Þarf mælingar í viðbót við spár.

Lokun íslenskra flugvalla síðan gosið hófst í Eyjafjallajökli er ekki byggð á mælingum á ösku í andrúmsloftinu hér heldur á spám, sem gerðar eru í tölvulíkönum.

Þegar haft er í huga hið mikla fjárhagstjón sem lokanirnar valda og er miklu meira en nemur tapi flugrekenda og ferðaþjónustu er augljóst að hér verður að verða breyting á. p1011574.jpg

Á dögunum var fengin hingað í snögga ferð sérsmíðuð þota sem annast mælingar í Evrópu og tók hún einhver sýni hér.  Ekki hefur fylgt sögunni hver árangur eða niðurstaða þeirra mælinga var og finnst mér það undarlegt á öld upplýsinga og fjölmiðlunar. 

Ljóst er að það er allt of dýrt að fá slíkan grip alla leið hingað til mælinga. En hvers vegna neyðast menn til að setja flugbönn á borð við þau sem hér hafa gilt?

Jú, ástæðan er sú hve margir aðilar tengjast flugi flugvéla. Tryggingafélög vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og lögum samkvæmt er óheimilt að fljúga ótryggðri flugvél, hversu lítil sem hún er.

Íslensk tryggingarfélög endurtryggja hjá stærri félögum erlendis og ráða þessu því ekki sjálf.

Svipað er að segja um framleiðendur flugvéla og þó einkum flugvélahreyfla.

Framleiðendur hreyflanna hætta að veita ábyrgð á endingu hreyflanna ef minnsti vafi er á að þeir séu notaðir við viðurkenndar aðstæður. Ef ábyrgðin er felld niður skelfast flugvélaeigendur. 

Það ríkir sem sagt ákveðið hjarðeðli í þessum bransa sem hefur valdið því að allir hrökkva undan.

Ég get nefnt dæmi um fáránlegt flugbann sem sett var á vestur af gosstöðvunum hinn 4. maí síðastliðinn og hefur síðan valdið þyrluflugrekendum og fleiri flugrekendum miklu tjóni. 

Ég get líka staðfest á hinn bóginn eftir meiri og minni stanslausa viðveru á þessu svæði síðan, að einstaka daga hefur aska borist með vindum í lægstu eða efstu hæðum til vesturs og því verið ástæða þá daga að hafa varann á.

Askan sem féll í Fljótshlíð og í Austur-Landeyjum í gærmorgun og síðdegis í gær er gott dæmi um það. 

 En mælingar hefur skort og ég er jafnvel farinn að halda að hugsanlega hafi aldrei verið þörf á að loka neinum flugvelli hér á landi.  

En um það þýðir ekki að fást á meðan framleiðendur flugvélahreyfla, tryggingarfélög og aðrir telja sig tilneydda til að túlka allan vafa á annan veginn. 

Ég veit að hér á landi er að finna vísindamenn sem gætu þróað mælingabúnað er koma má fyrir á lítilli bulluhreyflaflugvél, sem hefur getu til að komast upp í 20 þúsund feta hæð, flugvél, sem er hvergi nærri eins næm fyrir ösku og skrúfuþota eða þota. 

Með því að nota slíka flugvél til mælinga mætti taka sýni í þeim flughæðum sem notaðar eru í innanlandsflugi hér fyrir brot þeirrar upphæðar sem þota, sótt til Evrópu kostar,  og jafnvel leyfa flug út frá alþjóðaflugvöllum okkar í lægri hæðum. 

Hægt væri að kaupa hingað til lands í þessu skyni bulluhreyflavél sem næði 25 þúsund feta hæð eða jafnvel enn hærra. Ég átti eitt sinn slíka vél en varð að selja hana til Bandaríkjanna.  

Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Það gamla máltæki á líkast til við í þessu efni. 

 

 

 

 


mbl.is Flug samkvæmt áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Það er svart í kortunum fyrir Suðurland og Reykjavík vegna biksvartar ösku sem falla mun eftir stórsprengingu á gosstöðvunum fljótlega. Ekki er útilokað að það muni gjósa í SV hlíðum Kötlu og jafnvel neðansjávar norður af Húsavík.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 14:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.04.2010:

Fyrstu niðurstöður úr þýsku rannsóknaflugvélinni


Aska undir viðmiðunarmörkum - Mælingar rannsóknaflugvélarinnar


3.05.2010:


Gosmökkur í minni hæð en áður - Mælingar rannsóknaflugvélarinnar


10.05.2010: (síðastliðinn mánudag):

"Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til Vestmannaeyja nú í hádeginu til að sækja sjúkling, sem þarf að komast á sjúkrahús í Reykjavík.



Flugvöllurinn í Eyjum er lokaður fyrir umferð flugvéla vegna ösku í lofti. Þess vegna er gripið til þess ráðs að senda þyrlu, sem talið er að geti lent í Eyjum án teljandi hættu."

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir sjúkling til Eyja




07.05.2010:

Mýflug til Eyja

Þorsteinn Briem, 15.5.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband