Nú strandar ekki á "umhverfisöfgamönnum".

Því hefur verið mjög haldið á lofti að svonefndir "öfgamenn" í umhverfismálum komi í veg fyrir allar framkvæmdir í stóriðju- og virkjanamálum.

Það er hins vegar erfitt að kenna "umhverfisöfgamönnum" um það ef ljón eru vegi byggingar Búðarhálsvirkjunar.

Í frétt mbl.is um málið er sagt: "Virkjunin þykir ekki mjög umdeild".  Af því mætti ráða að hún sé umdeild en þó ekki mjög mikið umdeild. Með þessu orðalagi er gefið í skyn að deilur séu um virkjunina en það er ekki rétt.

Mér vitanlega hafa aldrei verið neinar deilur um þessa virkjun og bæði ég og allir aðrir, sem rætt hefur verið við, náttúruverndarmenn sem aðrir, hafa verið meðmæltir henni.

Nú síðast á útvarpi Sögu í morgun urðum við Eiður Svanberg Guðnason að árétta það að við hefðum ekki verið alfarið á móti álverum og stóriðju eins og svo margir vilja ætla.

Ég sagðist hafa verið hlynntur hvoru tveggja lengst af og Eiður kvaðst aðeins vera andvígur öfgum í þessu efni.

Svo er að sjá að engum komi til hugar að það geti talist öfgar, sem kom fram í tillögu sem var mjög nærri því að vera samþykkt á síðasta landsfundi Samfylkingarinnar þess efnis að stefna flokksins skyldi verða að reisa eins mörg álver á Íslandi og kostur væri.

Það var með naumindum að nýliðar í flokknum, sem komu inn í hann úr röðum Íslandshreyfingarinnar og skoðansystkin sem fyrir voru í Samfylkingunni, fengu því framgengt að þessi ótrúlega tillaga væri felld. 

Munaði örfáum atkvæðum. 

Það getur vart talist annað en öfgar að allri orku Íslands verði varið í mesta orkubruðl veraldar fyrir spottprís með óbætanlegu tjóni á einstæðri náttúru landsins, sem er það verðmætasta sem þessari þjóð hefur verið falið að varðveita. 

En þessar öfgar hafa fengið að blómstra í skjóli síbyljunnar um það að þeir sem andæfa þeim séu öfgafólk. 


mbl.is Rio Tinto vill straumhækkunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Stóriðjutrúin hefur lengi verið áberandi hjá forystumönnum Samfylkingarinnar en samt vekur það óhug að frétta að tillögur um enn meira álbrjálæði skuli hafa notið mikils fylgis á landsfundi flokksins. Geturðu upplýst hverjir stóðu að tillögunni? 

Guðmundur Guðmundsson, 6.6.2010 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband