Mál í ólestri.

Skrifa mætti langan pistil um það hvernig þau mál sem snerta akstur utan vega eru í ólestri hér á landi. p1010305_1002732.jpg

Víða eru merkingar á kortum villandi og ósamræmi í þeim, þannig að slóðir, sem á gömlu herforingjaráðskortunum voru kallaðar "ridesti" eða reiðleiðir, eru nú inni á kortum sem svipaðar slóðir og til dæmis vegurinn upp í Kerlingarfjöll, sem er fær flestum bílum. 

Sumar þessara slóða, eins og á vestanverðum Kili eða upp með vesturbakka Hvítár undir Bláfelli eru algerlega ófærar jeppum. 

Málarekstur út af þessu er erfiður og menn kinoka sér við að fara út í hann. Viðurlög eru svo lítil að þau skipta engu máli. 

Er það öðruvísi en til dæmis í Bandaríkjunum þar sem lögð er 1000 dollara sekt, eða jafnvirði 130 þúsund króna, við því að kasta bjórdós eða eða sígarettu á víðavangi. 

Stór hluti torfæruhjóla er óskráður og innan eigenda þeirra er fjölmennur hópur sem telur sér ekki nægja að nota þá 23-32 þúsund kílómetra af vegum og vegaslóðum, sem fyrir hendi eru í landinu, heldur líka alla göngu- hesta- og kindaslóða. 

Ég þekki ekkert land í Evrópu eða Norður-Ameríku sem kemst í námunda við það "ferðafrelsi" sem fjölmargir vilja að ríki nær óskert hér á landi. 

Myndin sú arna er tekin við Folavatn austan Snæfells þegar tvöföld umhverfisspjöll voru í gangi þar í fyrravor, annars vegar að drekkja vatninu með hólmum sínum, grónum bökkum og um margt einstöku lífríki í sveiflukennd og jökullitað miðlunarlón og hins vegar umferð vestan við vatnið á þeim tíma sem landið var blautt að vorlagi.


mbl.is Beðið um að tilkynna um utanvegaakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sko Ómar! ég er nýfluttur til landsins aftur og er svona að flækjast um suðurlandið. Ekki hef ég eina einustu hugmynd um hvað er utanvega og hvað ekki. Ekki eru skilti og ekki eru kortin og ekki eru eins og ætti að vera, umferða fræðsla í útvarpi og sjónvarpi, en þó mest í útvarpi föstudag og sunnudag hverja helgi allt sumarið á t.d rás 2. Öll þessi ár hef ég hlustað í bílnum á leiðbeiningar, ráð og upplýsingar á sænsku rás 3 og norska 2. Þessir þættir eru sérlega langir þegar það eru stórhelgar. Þetta vill ég fá til landsins og þú myndir áreiðanlega geta startað upp svona þætti með þinni reynslu á bíla og ferðamálum!! ( Ég vona að stafsetningin og svoleiðis fari ekki í taugarnar á þér)

Eyjólfur Jónsson, 22.6.2010 kl. 21:00

2 identicon

Góð vísa aldrei of oft kveðin, Ómar, þú ert góður málsvari íslenskrar náttúru. Tek líka undir með Eyjólfi, meiri fræðslu og upplýsingar í útvarpið, einkum á sumarleyfistímanum.

Valgeir S. Kárason (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 21:26

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Elsku Ómar minn, hvernig heldur þú að sé umhorfs á hafsbotni, alt í kring um Ísland.

Þar eru mörgþúsundtonna skip dragandi tugi tonna þung veiðarfæri eftir botninum.

Enda eru fiskimiðin að gefa Íslensku þjóðini lítið brot af þeim afla sem þau annars

ættu að gefa. ÞEtta bull bitnar á allri þjóðini.  Dæmi.  ÞAÐ ERU 17.000 MANNESKJUR

ATVINNULAUSAR. Flestir hér í Reykjavík og taktu eftir Ómar. Faxaflóínn er fullur af

fiski, en atvinnulausa fólkið má ekki fá sér lítin bát og bjarga sér.

Ómar, er þetta hægt. OG að lokum SAMFYLKINGIN er í ríkisstjórn, hún lofaði

frjálsum handfæraveiðum.  Raunveruleikinn er að við fáum að fiska 6 daga

í mánuði og 4 mánuði á ári. Það er útilokað  fyrir fátækt fólk að fara í þetta.

Aðalsteinn Agnarsson, 22.6.2010 kl. 21:31

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mér finnst alveg með ólíkindum að hver sem er, getur gefið út og selt landakort, með nánast hvaða dellu sem er! Allan utanvegaakstur á að taka föstum tökum og margfalda sektir við slíku. Annað skilur fólk ekki. Öfgarnar mega hins vegar ekki ná tökum á fólki og hafa það í för með sér að varla verði hægt að ferðast spönn frá rassi um óbyggðir Íslands.

Halldór Egill Guðnason, 23.6.2010 kl. 03:25

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tel að nokkuð sé til í því að ekki hafi verið haft nóg samráð við félagasamtök um það sem í vændum er í Vatnajökulsþjóðgarði.

Miðað við reynslu erlendis þar sem aukin umferð er í þjóðgörðum hlýtur þó að koma að því að það gangi ekki að allir geti verið alls staðar. 

Við höfum þegar dæmi hér á landi hvað varðar Öræfajökul, en þar er umferð gangandi fólks orðin það mikil að ég tel það réttmætt að banna akstur vélknúinna tækja á jöklinum. 

Tek ég fram að sjálfur er ég hinn dæmigerði 4x4-maður með slitin hné sem ekki leyfa miklar göngur lengur. 

Ég tel á hinn bóginn orka tvímælis að banna akstur núna  gegnum Vonarskarð þótt ástæða kunni að verða fyrir því seinna þegar umferð eykst.

Ástæðan er sú að nánast engin umferð gangandi fólks er þá leið og afar lítill akstur torfærutækja. Þar af leiðandi mjög lítið um árekstra gangandi og akandi fólks, hvað sem síðar verður. 

Flestir sem fara að skoða hverasvæðin í Vonarskarði koma gangandi frá Nýjadal og þeir eiga að sjálfsögðu að eiga þá leið einir. 

Ómar Ragnarsson, 23.6.2010 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband