Svartur húmor í máltækjum.

Nokkur máltæki í flugi eru grimmileg og hlaðin svörtum húmor.  Það kemur í hugann við að heyra um það að flugmaður hafi gleymt að setja niður hjólin í lendingu í Japan.

Orðtökin eru þessi: 

1. Það eru til tvær tegundir af flugmönnum: Þeir sem hafa magalent og þeir sem eiga eftir að gera það. 

2. Það eru til tvær tegundir af flugmönnum:  Hræddir flugmenn og dauðir flugmenn. 

3. Lærðu af mistökum annarra flugmanna því að þú munt aldrei lifa það af að gera þau sjálfur. 

Sjálfur lenti ég í því í upphafi flugmannsferils míns að minnstu munaði að ég magalenti á Reykjavíkurflugelli. 

Eftir það setti ég mér þá ófrávíkjanlegu reglu að það síðasta sem ég gerði fyrir hverja lendingu sem ég ætti eftir á ferlinum, væri að segja í hljóði við sjálfan mig: "Hjólin niðri", jafnvel þótt ég væri áður búinn að tékka á því að þau væru niðri og jafnvel þótt ekki væri hægt að taka hjólin upp á vélinni og þau því föst niðri allan tímann ! 

 


mbl.is Gleymdi að setja niður hjólabúnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko ... maður byrjar með fullan poka af heppni en tóman reynslupoka. Galdurinn er að fylla reynslupokann áður en lukkupokinn klárast.

Hólímólí (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 23:14

2 Smámynd: Lana Kolbrún Eddudóttir

Þegar ég var að byrja að keyra stór mótorhjól, 1982, heyrði ég fljótlega svipað máltæki sem lifir í þeim kreðsum: Það eru bara til tvær tegundir af mótorhjólamönnum, þeir sem eru búnir að detta - og hinir sem eiga það eftir.

Lana Kolbrún Eddudóttir, 23.8.2010 kl. 23:21

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

There are old pilots and there are bold pilots, but there are no old bold pilots...

Sigurður Ingi Jónsson, 24.8.2010 kl. 00:00

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Stærsti kosturinn við flugvélar - er að þær koma alltaf niður aftur

Kristinn Pétursson, 24.8.2010 kl. 07:45

5 identicon

Hvað finnst þér um þessi náttúruspjöll þar sem þristurinn okkar Páll Sveinsson kemur við sögu? http://www.youtube.com/watch?v=qSOjn6byxpc

Kristinn Ingi Pétursson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 08:40

6 Smámynd: Gísli Sigurður

Kristinn;

Björgunarsveitarmenn voru ráðnir í að tína þá upp.
Því er það torsagt að um náttúruspjöll séu að ræða.

 mbk, Gísli Sigurður

Gísli Sigurður, 24.8.2010 kl. 09:37

7 identicon

Jú ég vissi af því, en stórefast um að þeir hafi náð hverju einasta plast snifti.

Kristinn Ingi Pétursson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 10:06

8 identicon

Sigurður Ingi, There are old pilots.........þannig lærði ég þetta proverb.

Hræddir flugmenn, dauðir flugmenn. Passar ekki.

Hræddir flugmenn lifa ekki lengi, hinsvegar varkárir. Menn eins og Jóhannes Snorrason heitinn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 10:32

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

á þessum aldri ættu "flugmenn" ávalt að hafa hjólin niðri

Jón Snæbjörnsson, 24.8.2010 kl. 11:38

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gervieldfjöll skaða engan.

Ómar Ragnarsson, 24.8.2010 kl. 13:39

11 Smámynd: Davíð Oddsson

There are old pilots and there are bold pilots and then there are bald pilots :)

Kristinn: Ég geri nú ráð fyrir að þessu hafi verið hent út yfir svæði þar sem þetta var auðfundið og tínt.

Davíð Oddsson, 24.8.2010 kl. 14:20

12 identicon

Flugkennarinn minn, sem var varkár og æfður í alla staði, og fylgdist vel með því sem ég gerð, sagði alltaf:

The student will kill you if you let him !

Bjarni (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband