Sterkasti kandidatinn.

Ef rétt er að Guðbjartur Hannesson verði ráðherra er það góð frétt. Guðbjartur hefur verið farsæll, vandvirkur, íhugull og yfirvegaður stjórnmálamaður og á að hafa alla burði til að valda nýrri og vandasamri vegsemd.

Ég hef áratugum saman verið talsmaður kynjajafnréttis og er stoltur af því að í kosningunum 2007 náði Íslandshreyfingin þeim áfanga í því máli, að á framboðslistum flokksins var algerlega skipt jafnt á milli kynja ofan frá og niður eftir framboðslistum okkar hvað þetta varðar. 

Það geta þó komið upp þær aðstæður að þetta sé ekki mögulegt að fullu, til dæmis í ríkisstjórn og að  það hallist lítillega á á annan hvorn veginn. Ljóst var að kapallinn gat ekki gengið öðruvísi upp miðað við þær  forsendur um hlutföll á milli flokka sem lágu til grundvallar. 

Guðbjartur er sterkasti kandidatinn í þetta erfiða hlutverk og það hlýtur að vega þungt.

Stundum sópa nýir vendir best og er skipun ríkisstjórnar hins kornunga Hermanns Jónassonar 1934 gott dæmi um það. En ævinlega er tekin meiri áhætta að öðru jöfnu en ella þegar slíkt er gert. 

 


mbl.is Guðbjartur verði ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með þér í þessari færslu. Ég er fylgjandi jafnrétti og vill ná þeirri stöðu á öllum vígstöðvum.

Hins vegar er hér á ferð afburðar stjórnmálamaður sem má ekki gjalda þess að vera ekki kona. Guðbjartur er maður sem við þurfum einfaldlega á að halda og ég sé engan mann betri en hann í velferðarmálin. Ég fagna ráðherradómi hans innilega. Maður sem mun sanna sig í embætti.

Sigurður Arnar (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 11:05

2 Smámynd: Dingli

Sæll Ómar,

Hvað almenningur þarf að borga fyrir ráðherra hnakk Ögmundar kemur í ljós þegar hann samþykkir nýjustu Icesave svikin. Þar fyrir það breyti nokkru, hér fer allt til Helvítis hvort eð er.

Dingli, 2.9.2010 kl. 11:25

3 identicon

Hver er munurinn á kúk og skít,í Guðana bænum komum þessu ömurlega hyski frá sem allra allra fyrst,hafi sjallarnir og framsókn komið okkur í gröfina,þá er þetta ömurlega pakk að moka yfir okkur, svo megi þessi gerfiríkisstjórn ALDREI ÞRÍFAST.

magnús steinar (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 12:32

4 Smámynd: Dingli

Magnús, þú hittir sko naglann beint í punginn! Einnar gráðu leiðrétting, og Sjallar, Framsókn ásamt!Samfylkingunni, sviku þjóð sína í gröfina. Vinstri Galnir dansa nú á bökkum hennar við Alþjóða-aurapúkann meðan Fylkingin bíður ESB stimpils á leyfið til að moka yfir. 

Dingli, 2.9.2010 kl. 14:16

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ómar, Guðbjatur hefur staðið sig hræðilega í nefndinni um endurskoðun illræmds kvótakerfis sem brýtur í bága við mannréttindi og ekki vorur Icesace-vinnubrögð hans eitthvað til að hrópa húrra yfir.

Sigurjón Þórðarson, 2.9.2010 kl. 14:51

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Ómar. Mér finnst ekki einu sinni taka því að svara angurgöpum sem hér skrifa - Dingla - magnúsi steinari og Sigurjóni Þórðar.

Guðbjartur Hannesson er mikilhæfur stjórnmálamaður, afburða samningamaður og mikill jafnaðarmaður. Vinnur öll mál á afar vandaðan hátt og er líka treyst fyrir miklu. Fagna því að Guðbjartur sé kominn í velferðarmálin, þar er réttur maður á réttum stað

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.9.2010 kl. 15:37

7 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Ég kynntist Guðbjarti Hannessyni, Gutta, í stjórn Skólafélags Kennaraskóla Íslands fyrir fjörutíu árum. Sú mynd sem ég hef af honum frá þeim tíma, sem heilsteyptum og einlægum foringja í sinum hópi, hefur ekki breyst í gegnum tíðina.

Það sem hann hefur lagt til málanna í nefndarstörfum sínum eftir að hann kom inn á Alþingi, er náttúrlega ekki einkaframtak hans, heldur vinnur hann í samræmi við stefnumótun þess flokks sem hann situr fyrir, Samfylkinguna.

Ég hygg að mjög margir þeirra sem voru samtíða Gutta í gamla Kennó, muni finna hjá sér samsömun við upphafsorð í frægum ritdómi Kristjáns Albertssonar.

Say no more!

Flosi Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband