Galdurinn að hlaða rafhlöðurnar.

Eitt af boðorðunum tíu tilgreinir það sérstaklega að einn dagur í hverri viku skuli vera hvíldardagur.

Greinilegt er að Dagur Sigurðsson nýtir sér svipað í þjálfun sinni á Fuchse Berlín þegar hann sér til þess að leikmenn fái hæfilegt næði til þess að hlaða rafhlöðurnar og gera sér dagamun. 

Ólafur Jóhannesson, sem var forsætisráðherra 1971-74 fékk sér yfirleitt hádegislúr þótt hann gegndi hinu erilsama embætti. 

Konrad Adenauer kanslari Þýskalands, gerði svipað og þekkt er Siesta Spánverja.

Lífið hjá flestum er langhlaup þar sem ekki verður hjá því komist að hlaupa á hámarkshraða af og til og taka langar og erfiðar vinnutarnir þegar þörf krefur. 

Boðorðin tíu urðu til hjá þjóð sem þurfti á öllu sínu að halda til að hafa í sig og á. Engu að síður var nauðsynlegt að afmarka tíma til þess að slaka á til þess að hafa hámarks afl og úthald þegar á þurftia að halda án þess að keyra sig endanlega út. 

Það er "galdurinn við að hlaða rafhlöðurnar". 


mbl.is Uppskrift Dags er frí og fótbolti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei tekur Ómar frí,
ónýtt því hans batterí,
upp'á fjöllum æ og sí,
ekkert vit er nú í því.

Þorsteinn Briem, 30.9.2010 kl. 14:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og lóan syngur dirrindí

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband