Hve mikið vískí?

Í sögunni af hinum 98 ára gömlu tvíburasystrum í París, sem segjast þakka langlífi sitt því að neyta áfengra drykkja eins og viskís og pastís, er ekki greint frá því hve mikil víndrykkja þeirra hafi verið.

Vitað er að læknar hafi ráðlagt ellibelgjum að drekka rauðvínsglas daglega sér til heilsubótar og gæti hófleg dreyping systranna á vískíi því hafa reynst þeim gagnleg.

Sé þessum fræðum síðan beint að mér, þegar og áttræðisaldurinn er duninn yfir, segi ég nú bara: Þarf ég nú að byrja að drekka með þessu?

Hef það reyndar ekki í hyggju, minnugur þess að einn af bestu stjórnmálamönnum landsins fyrir margt löngu ku hafa tekið fyrsta vínglasið í fimmtugsafmæli sínu og sá ekki til sólar fyrir áfengisfíkn eftir það heldur glutraði niður þeim frama sem hann annars hefði fengið.

Ég hygg að það sem systurnar segja um holla hreyfingu og góða lífshætti sé helsta skýringin auk þess sem það er afar erfðabundið hvernig fólk eldist. 

Hver manneskja hefur vísast innbyggða lífsklukku sem stillt er á mismunandi langa ævi eftir því hver í hlut á. 

Tóta, afasystir mín, reykti eins og strompur alla sína ævi og varð 93ja ára gömul. Er það þó ekki sönnun fyrir skaðleysi reykinga því að systir hennar, Ragnhildur, sem ekki reykti, varð 103ja ára !

Bræður þeirra létust hins vegar báðir úr krabbameini mun yngri en systur þeirra og kannski hefur arfgengi þess sjúkdóms haft fylgni við kyn þeirra. 


mbl.is Galdurinn bak við langlífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sir Winston Churchill's [1874-1965] cigar smoking habit began during his stay in Havana, Cuba at the end of 1895, just before his 21st birthday."

"Churchill's cigar consumption was between 6 and 10 a day and he maintained a supply of several thousand in a room near his study in Chartwell."

"Hitler and Mussolini were both dedicated non-smokers while Roosevelt, Stalin and Churchill were all keen smokers.

Churchill
famously did not like cigarettes, believing that "Too many of those will kill you!"

"My rule of life prescribed as an absolutely sacred rite; smoking cigars and also the drinking of alcohol."


Churchill's Cigars

Þorsteinn Briem, 1.10.2010 kl. 00:52

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

2 cl á dag af alkóhóli á dag heldur háræðunum hreinum og fínum...

Óskar Þorkelsson, 1.10.2010 kl. 06:40

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lifnaðarhættir Churchill og firnahár aldur hans á valdastóli eru líkast til dæmi um það þegar innbyggðir erfðaeiginleikar reynast sterkari lengi vel en lífshættir sem myndu fara með venjulegt fólk á miðjum aldri. 

Vísa aftur til dæmis míns um Tótu frænku og Ragnhildi systur hennar. 

Ómar Ragnarsson, 1.10.2010 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband