Bíll á hálftíma fresti.

Í eins og talsmaður Norðuráls hefur staðfest að það verði að vera ef það á að ná hagkvæmnisstærð. þeirri frétt að stóran flutningabíl með súrál á tveggja tíma fresti þurfi til að flytja súrál landleiðina frá Grundartanga til Helguvíkur mun þurfa svona bíl á hálftíma fresti þegar álverið verður orðið fjórum sinnum stærra

Í öllum fréttum af álverunum í Helguvík og á Bakka er þess gætt að nefna ekki hvað þau þurfa að verða stór á endanum. Enda vissara, því að hvorugt þeirra getur eins og er fengið nóga orku nema að farið verði síðar í stórfelldar virkjanaframkvæmdir langt út fyrir núverandi virkjanasvæði þegar okkur hefur verið stillt upp við vegg í þeim efnum. 


mbl.is Skoða möguleika á að flytja súrálið með bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tel það bara verið að dreifa arðinum að flytja súrál landleiðina það er verst samt að það var ekki var gerður ofanbyggðavegur. Boeing verksmiðjurnar tíma allan flutning inn á réttum tíma svo hann fari beint á ´''færibandið'.  

Valdimar Samúelsson, 4.11.2010 kl. 10:59

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kannski ætla þeir að byggja hér kjarnorkuver?

Sigurður Þórðarson, 4.11.2010 kl. 11:51

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Er mönnum nokkuð bjargandi sem gera slík plön?

Úrsúla Jünemann, 4.11.2010 kl. 16:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD


Um 300 manns starfa nú í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík

Þorsteinn Briem, 4.11.2010 kl. 17:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu,
einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% flyst úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 4.11.2010 kl. 17:32

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mbl.is 12.6.2008: "Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336.000 krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru.

Gera má ráð fyrir að það taki starfsmanninn 18-36 mánuði að fá tilskilda þjálfun og réttindi sem liggja að baki fyrrgreindum launum."

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps,
Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 4.11.2010 kl. 17:36

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.

Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009


Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009

Þorsteinn Briem, 4.11.2010 kl. 17:47

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skyldi þeim hjónum Tómasi Sig. og Ólöfu Nordal ekki fara að þykja ástæða til að bjóða atvinnulausu fólki upp á vinnu við báxítvinnslu hjá Alcoa erlendis?

Mér finnst full ástæða til að við förum að þekkja alla vinnsluþætti þessa grunnatvinnuvegar þjóðarinnar.

En þetta var fróðleg samantekt um hin ævintýralegu vinnulaun við áliðnaðinn hjá Steina Briem. 

Árni Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband