"Towering inferno".

Eldsvoðinn í háhýsinu í Shanghai minnir á hina áhrifamiklu stórmynd "Towering inferno" sem á sínum tíma þótti sýna atburðarás sem væri næsta ósennileg en var samt afar mögnuð.

Tvennt vekur athygli varðandi brunann núna.  Annars vegar það að svona skuli yfirleitt geta átt sér stað og hins vegar hvernig reynt er að þagga niður og koma í veg fyrir umfjöllun um hann. 

Í myndinni "Towering inferno" voru það meðal annars alls konar undanbrögð frá lögum og reglum sem gerðu eldsvoðann að stórslysi og líklegt er að svipað eigi við um brunann í Shanghai. 

Virðist með ólíkindum að jafn áberandi hlutur og nælondúkur, sem sveipað var um húsið, hafi verið eldfimur og enginn sem athugaði það. 


mbl.is „Það var angist í svipnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég er ekki alveg sammála þessari þöggun. Ég horfði nánast á þennan bruna úr íbúðinni sem að ég bý í. Fór í dag og skoðaði ummerki á staðnum. Var að koma með lest áðan og þar voru myndir í TV (í lestinni!) frá atburðinum, viðtöl við fólk sem bjargað var úr brunanum og slökkviliðsmenn sem voru að vinna við brunann og svo myndir frá vetfangi. Þær fréttir sem að ég hef fengið er að "ófaglærður" suðumaður hafi líklega verið að rafsjóða. Þegar er búið að setja 8 manns í fangelsi sem eru tendir við atburðinn að því er mér er tjáð.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.11.2010 kl. 14:40

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svona misbrestir virðast því miður vera algengir í kínverskum byggingariðnaði, en það er ágætt að þeir skuli taka á slíku með því að fangelsa þá sem bera ábyrgð. Vona bara að þeir fái samt réttláta málsmeðferð.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2010 kl. 17:11

3 identicon

hmmm hefði turninn ekki átt að hrynja, samanber World Trade Center???

Það logaði nú ekki svona glatt í þeim.

Skrítinn heimur þetta, getur verið að byggingarreglugerðir í Kína geri ráð fyrir svona bruna, en það hafi alveg gleymst við byggingu World Trade Center?

þórir (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 19:59

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslenska konan sem var á staðnum sagði annað, en hún var reyndar að segja frá fréttaflutningi innanlands í Kína, sem er kannski þrúgaðri en það sem fer út fyrir landið.

Ómar Ragnarsson, 16.11.2010 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband