Vel að þessu komin.

Vigdís, Möguleikhúið og Hjálmar eru afar vel að verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar komin eins og rökstuðningurinn fyrir veitingunni ber með sér.

Ég var í dag á merkri ráðstefnu samtaka erlends áhugafólks og sjálfboðaliða (Seeds) um störf að umhverfismálum hér á landi, en 7-800 sjálfboðaliðar koma til Íslands á hverju ári á vegum þessara samtaka til þess að vinna að ræktunar- og hreinsunarstörfum víða um land. 

Einn fyrirlesturinn á ráðstefnunni fjallaði um hinar undrahröðu breytingar sem orðið hafa á örfáum árum á menntunarumhverfi skólafólks með tilkomu netsins og almennrar tölvueignar. 

Það leiddi hugann að því hvað þetta á eftir að hafa mikil áhrif á stöðu íslenskrar tungu, sem sótt er að úr æ fleiri áttum. 

Vigdís hefur áratugum saman verið ötull liðsmaður íslenskrar tungu og nú síðustu árin sérstakur tungumálasendiherra Sameinuðu þjóðanna í viðleitni samtakanna til að varðveita þau menningarverðmæti sem ótal þjóðtungur heimsins hafa skapað og skapa enn. 

Er ljúft að óska henni og hinum, sem fengu viðurkenningu í dag, til hamingju með verðlaunin. 

Fyrir réttu ári birti ég ljóð um það þrennt, sem gerir Íslendinga að þjóð, en það eru land, tunga og þjóð. Hægt er að nálgast það með því að smella inn orðunum land, tunga og þjóð í leitarlínuna vinstra megin á bloggsíðunni. 


mbl.is Vigdís hlaut verðlaun Jónasar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrstu orð manna tal og mál

eða afhverju segi ég ég tala

Frá forverum tal og mál ég fékk
tilviljun ræður ekki um nöfnin
lengi hugurinn yfir því hékk
hvort tal og mál séu fyrstu orðin.

Því mæli ég því mæla kann
ég tala í tölum og málum
ég tala því ég telja kann
ég mæli mál í tungumálum.

Talið rennur tungu af
tunga lipur hljóðin kann
hljóðin ferðast eyrna til
og hugur reiknar kann.

Á reiki hugurinn þvælir
kerfi hugans raðar rétt
telur mál talar mælir
reiknar það á tungu rétt.

Því mæli ég því mæla kann
ég tala í tölum og málum
ég tala því ég telja kann
ég mæli mál á tungumálum.

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 22:30

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er sama hvort verið væri að veita æðstu viðurkenningu fyrir framlag til skógræktar, til jafnréttisbaráttu, fyrir landkynningu, fyrir menningu og listir, fyrir íslenska tungu og örugglega á mörgum öðrum sviðum, þjóðir samþykkir full þakklætis fyrir það framlag sem þessi ástsælasti forseti þjóðarinnar fyrr og síðar hefur lagt að mörkum. Það gerir hún og hefur gert að slíkri reisn, með því að þora að vera hún sjálf. Þjóðin er Vigdísi svo óendanlega þakklát.

Sigurður Þorsteinsson, 16.11.2010 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband