Fékk pening til að sækja forboðið "slökkvilið".

Farsakenndir atburðir í Hruninu haustið 2008 hrúgast upp með hverri bók eða skýrslu, sem um það er skrifuð.

Í bók Árna M. Mathiesen er ástandi Hrundaganna ágætlega lýst. Við munum öll að fólk hamstraði og vissi ekki frá degi til dags hvort alger vöruskortur yrði. Það var stórmerkilegt að ekki fór verr og að þjóðlífið stöðvaðist ekki þessa ólgudaga þegar bjarga þurfti ótrúlega miklu á alltof stuttum tíma. 

En þarna kom fram hinn íslenski hæfileiki til að redda sér þegar allt virðist vonlausast. 

Nú kemur upp úr dúrnum að Árni Mathiesen segist hafa kreist síðustu krónurnar út úr Davíð til þess að komast í ferð til útlanda til þess að sækja "slökkvilið" til að slökkva í rústum íslenska bankakerfisins sem hrunið var og brunnið til kaldra kola þótt áður nefndur Davíð hefði hent milljarðatugum króna á bálið til þess eins að þær brynnu upp og yrðu að engu!  

Þessi sami Davíð hamaðist þó eins og berserkur þessa haustdaga gegn því að þetta "slökkvilið" yrði kallað út!  

Vaá! Maður! 


mbl.is Fór með síðasta gjaldeyrinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband