Laddi gerði betur!

Því miður var ekki kvikmyndatökuvél í gangi fyrir aldarfjórðungi þegar Laddi skoraði ótrúlegustu körfu allra tíma í lok sýningarleiks Stjörnuliðsins sem var í leikhléi körfuboltaleiks í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Ég held ég hafi sagt áður frá þessu atviki en góð vísa er aldrei of oft kveðin. 

Við spiluðu knattspyrnu í hléinu og þegar honum var lokið vorum við á leið út úr salnum en Laddi hljóp til baka í gagnstætt horn til þess að ná í treyjuna sína. 

Hann hljóp síðan af stað til baka en kallaði á Jón bróður minn: "Gefðu´hann á mig!" Jón spyrnti boltanum í langri sendingu í átt til Ladda, sem kom hlaupandi á móti boltanum og stökk hátt upp í miðjum salnum í "splitt"stellingu eins og ballettdansmær. 

Boltinn lenti á hnénu á láréttum fæti Ladda og fór þaðan í löngum sveig í áttina að körfunni. 

Áður en boltinn hafði komist alla leið lenti Laddi úr splittstökkinu og "kvittaði fyrir" með hendinni fyrirfram rétt áður en boltinn fór ofan í körfuna! 

Laddi er mesti "grísari" og tilviljanameistari sem ég hef þekkt og þetta var engu lagi líkt. 

Þótt ekki næðist mynd af þessu eru áreiðanlega enn margir sem muna eftir þessu einstaka atviki. 


mbl.is Ótrúleg flautukarfa tánings frá miðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar var það ekki Albert Guðmundsson sem skoraði með því að sparka bolta afar löngu færi beint ofan í körfuna. Sem skotþjálfari í fótbolta, er ég alveg sannfærður um að sumir hafa a.m,k. meiri möguleika á að grísa, en aðrir.

Sigurður Þorsteinsson, 9.1.2011 kl. 08:02

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nokkrum árum áður en atvikið gerðist í Njarðvík voru þekktir menn beðnir um að taka vítaskot á fjölmennri samkomu í Laugardalshöllinni.

Albert Guðmundsson stillti boltanum upp, sumir segja á vítapunkti, en fleiri að það hafi verið lengra frá körfunni, og spyrnti honum þaðan í körfuna. 

Árum saman voru þeir Laddi og Albert fastamenn í Stjörnuliðinu og það var ekki ónýtt að hafa þá, Hemma, Magnús Scheving, Jól Pál og slíka í lðinu. 

Ómar Ragnarsson, 9.1.2011 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband