Firringin nær nýjum og nýjum hæðum.

Firring Gaddafis nær nýjum og nýjum hæðum og siglir hraðbyri fram úr vitfirringu sambærilegra harðstjóra og einræðisherra. Hitler datt aldrei í hug í brjálæði sínu síðustu mánuði stríðsins að þjóðin elskaði hann lengur heldur taldi hann að þjóðin hefði brugðist sér hrapallega.

1979 var Íranskeisari genginn af göflunum í stórmennskubrjálæði þar sem hann ráðgerði að ná yfirráðum yfir olíuríkjunum við Persaflóa. 

Firringin getur náð langt út fyrir harðstjórann. Þegar Stalín dó voru skrifaðar harmþrungnar greinar í Þjóðviljann þar sem þessi mesti mannvinur og mikilmenni allra tíma var sárt syrgður. 

Að vísu voru eftirmenn hans ekki búnir að fletta ofan af morðæði hans en höfðu verið þess duglegri meðan hann var lifandi til að ausa hann lofi og ljúga til um hið raunverulega ástand. 

Mussolini sá sjálfan sig sem síðbúinn arftaka voldugustu keisara Rómaveldis í nýju heimsveldi Ítala sem tæki hinu forna fram. Lýbía var hugsuð sem stökkpallur til gríðarlegra landvinninga í Afríku.

Síðsumars 1942 undirbjó hann vandlega sigurför sína inn í Kairó sem myndi síðan halda áfram yfir Miðausturlönd allt norður til Sovétríkjanna þar sem herir Þjóðverja og Ítala áttu að mætast eftir glæsilegar herfarir hans og Hitlers, annars vitfirrings, sem leit á þýska heimsveldið sem "þúsund ára ríkið". 


mbl.is „Líbíska þjóðin elskar mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Ekki batnar Birni enn.

Arngrímur Stefánsson, 25.2.2011 kl. 21:07

2 identicon

Nú ættu vesturveldin að lýsa yfir stuðningi við uppreisnarmenn (lesist endurbótasinnar). Það yrði kyndugur svipur á kauða sem nýbúinn er að lýsa því yfir að Al-kaída styðji þá :D

Kominn tími til að hrella lífvarðasveitirnar hans og hleypa svo á hann liðinu. Skyldi hann ekki enda öfugur hangandi eins og "Il Duce", nú eða sem öskuhrúga.

Það er nú ekki bara mótív í þessu v. Lockerbie, heldur morðið á lögreglukonunni sem skotin var út um sendiráðsgluggann (Líbíu í London) 1984, svo voru hryðjuverkaárásir í gangi á meginlandi Evrópu, Þá svöruðu UK/USA í sömu mynt,  og þá komu flugskeytaárásir Gadda á Ítalíu (það sem hann dreif). Þetta hefur verið tusk í gegnum tíðina.

Sem sagt, rétti tíminn til að hrekkja kallinn áður en hann nær að efna sitt loforð um að skilja eftir sig land í báli. Hann býður andstæðingunum upp á sigur yfir öskuhrúgu ellegar tapi sem þýðir allmiklar hreinsanir. Skásta lausnin er að kallskrattinn fari fyrir hornið sem allra fyrst.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 22:05

3 identicon

Það er alltaf að sýna sig hvernig vald getur spillt. Sérstaklega ef menn geta haldið sínum völdum í of langan tíma. Meira að segja Mugabe þótti mikil vonarstjarna á sínum tíma. Í Bandaríkjunum má forseti ekki halda völdum nema í tö kjörtímabil. Það er góð regla. Við ættum að taka hana upp og jafnvel setja tímamörk á þingsetu.

Verðugt verkefni fyrir stjórnlagaráð!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 00:16

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Miðað við reynslu síðustu áratuga hefði verið ágætt að hafa 8 ára hámark á setu í embætti forsætisráðherra sem hefur verið langvaldamesta embætti hér á landi.

Ómar Ragnarsson, 26.2.2011 kl. 00:33

5 identicon

Góður og fróðlegur pistill.  Sammála Jóni loga hér að ofan, vesturveldin eiga nú að lýsa yfir stuðningi við uppreisnarmennina.  Morðóði brjálæðingurinn Gaddafi verður að fara frá sem fyrst!

Skúli (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 03:11

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Taktu líka eftir að Gaddafí er miklu meira illmenni en allir hinir gaurarnir á svæðinu.  Mubarak lét aldrei gera loftárás a neinn.  Honum hafði aldrei hugkvæmst að kúga herinn til þess frá upphafi.  Og saup seyðið af því.

Þessi partur af Afríku virðist samt vera hinn áhugaverðasti staður allt í einu.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.2.2011 kl. 07:58

7 identicon

Þetta er að byrja að gerast, - USA búin að setja á viðskiptabann. Nú þurfa þeir bara að lýsa yfir stuðningi við umbótalýðinn, réttlættar með gömlum erjum við kallinn, og er þá hætt við að eitthvað reytist af honum liðsaflinn við orðin ein. Það eitt og sér myndi spara mannslíf.

(En auðvitað verða einhverjir sem hefja upp sína raust gegn USA ef þeir gera svona...)

Saddam kallinn ætlaði að stinga af með sjóði digra en slapp ekki með þá (eða hvað?) Gaddi kemmst sjálfsagt ekki spönn. En hvað með Mubarak, - hann sté niður, - heldur hann sínum feng?

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 09:29

8 identicon

Hann er á guðlegum nótum; Það þekkja allir sem hafa tekið sér biblíu og kóran í hönd og lesið.
Submit or burn

DoctorE (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 11:59

9 identicon

Allt er þetta að verða kunnuglegt. Gaddi búinn að reyna að koma skrilljónum af peningum undan, og Vesturveldin að íhuga íhlutun af mannúðarástæðum.

Sem betur fer eru línur skýrari en oft áður, landfræðilega og hernaðarlega. Gaddi hyggst verjast og sækja í senn, þannig að herinn er tiltölulega "hreinn". Fróðlegt verður að vita hvernig skriðdrekaliðið hans verður ef NATO stálið tekur það aðeins í rennibekkinn. Og þá mórallinn hjá hinu hugdjarfa liði....

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband