Tímamót í íslenskum íþróttum.

Svo undarlega sem það hljómar hefur lengi verið það ástand íþróttamála á landi, sem kennt er við ís, að íshokkí hefur varla verið til, hvað þá að það hafi notið neinnar viðlíka hylli og það hefur notið beggja vegna Atlantshafsins. 

Sömuleiðis var það þannig lengi vel hér á landi, að flestum þótti það eðlilegt ástand að íslenskt fimleikafólk væri eftirbátar erlends fimleikafólks. 

Nú hafa orðið tímamót í báðum íþróttagreinunum. 

Hin fyrri voru fólgin í meistaratitli stúlknaflokks Gerplu sem setti þær á stall með þeim allra bestu í Evrópu. 

Síðari tímamótin felast í því að stefnt geti í það að fyrsti íslenski íshokkímaðurinn verði atvinnumaður erlendis.

Þetta er afar mikilvægt því að nokkrir fordómar hafa lengi ríkt varðandi íshokkí, líkt og Formúla eitt var lengi vel ekki talin vera sjónvarpsefni fyrir Íslendinga þótt hún væri með allra vinsælasta íþróttaefni í erlendu sjónvarpi.

Báðar greinarnar njóta sín að vísu best fyrir áhorfendur á staðnum, en sjónvarp frá íshokkí með góðum útskýringum á mikla möguleika rétt eins og Formúlan. 


mbl.is Ingólfur er eftirsóttur erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Takk Ómar að vekja máls á þessu. Okkur sem stöndum í framlínu íshokkíhreyfingarinna þykir ákaflega vænt um svona jákvæða umfjöllun. En til að leiðrétta þetta þá eigum við nokkra leikmenn á norðurlöndum. Næsti vetur verður geysilega spennandi í íhokkí þar sem stefnir í að leikið verði með 6 liða deild í meistaraflokki karla. Fjögur lið koma til með að spila í meistarflokki kvenna. Að maður tali nú ekki um gríðarlega skemmtilega leiki í yngri flokkum. 

Það er búið að stofna Skautafélag í Kópavogi, Skautafélagið Fálka og eins hefur verið stofna Skautafélag á Austurlandi. 

Sigurður Sigurðsson 

Formaður íshokkídeildar Bjarnarins 

Varaformaður ÍHÍ. 

Sigurður Sigurðsson, 24.6.2011 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband