Er gras ósjálfbært ?

Það er góðra gjalda vert að minnka túnbletti í borginni ef það má verða til þess að fækka frjókornum í lofti.

Hins vegar er staglast á því að í stað grassins komi "sjálfbærar plöntur".

Nú er ég hvorki líffræðingur né grasafræðingur en spyr samt eins og fávís maður, hvers vegna þær jurtategundir sem mynda grasfleti eins og grasið sjált og fíflar og sóleyjar séu ekki sjálfbærar eins og runnar og þær plöntur, sem rætt er um hjá borginni og eru taldar sjálfbærar í fréttatilkynningu. 

Ég hélt að gras sprytti og félli aftur og aftur ár frá ári og þess vegna væri sá búskapur plantnanna, sem mynda tún, sjálfbær, og sú iðja bænda að slá sömu túnin ár frá ári félli undir hugtakið sjálfbæra þróun.

Er ekki hægt að orða muninn á lífi og áhrifum grass og runna og trjáa einhvern veginn öðruvísi en með því að nota enn einu sinni hugtakið "sjálfbær" á þann hátt að það ruglar mann í ríminu?

Til dæmis "langlífari plöntum"?

 


mbl.is Vilja minnka tún í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er frekar klaufalega orðað en ég vil leggja til að við gerum eins og færeyingar og höfum alltaf nokkrar rollur á hverju túni í höfuðborginni, það er svo vinalegt og þá þarf ekki að slá né gefa áburð

maggi220 (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 11:21

2 identicon



Já, það væri aldeilis frábært að hafa sauðina út á miðri Miklubraut.

Ólinn (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 11:25

3 identicon

Gras er þvílíkt ógeð og hefur verið að leggja undir sig allt hérna í borginni undanfarin ár... Grasið er ekki sjálfbært, heldur eins og einskonar vírus sem dreifir sér óhamlað og drepur all gróðurlegt sem fyrir vegi ber... svo tekur það líka yfir moldina í beðunum... dreifir sér yfir hana og heltekur allt þar til ekkert er lengur hægt að gera nema að skera það niður í torfur og tortíma á báli.

Jonsi (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 11:34

4 identicon

Ólinn: Vísindamenn í Færeyjum hafa fundið upp ráð við því. Það eru litlir tréstaurar með vír á milli og kallast það girðing

maggi220 (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 11:39

5 identicon

Af hverju ekki gras? Undanfarin ár hefur hægt og bítandi verið fækkað leiksvæðum fyrir börn hér í borginni. Einnig finnst mér nú allt í lagi að til séu eðlilegir grasblettir til útiveru. Þú leikur þér ekki í moldarbeði fullum af blómum. Önnur pæling, er ódýrara að halda við moldarbeðum með blómum heldur en grasbletti ???

Niels Carlsson (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 11:54

6 identicon

Úff. Hér eru margar spurningar á lofti, akkúrat í mínu fagi.

Svona stutt athugasemd.

Sjálfbærni kallar á lokaða hringrás næringarefna. Ef gras er slegið og fjarlægt þá þarf tilbúinn áburð til að það spretti.

Það er hægt að rækta sjálfbært á opnum svæðum, en það þýðir þá haug af blómum og talsvert mikið gras með í staðinn fyrir snyrtar flatir. Svona blómsturengi eru í sívaxandi mæli ræktuðt.d. úti í Evrópu. Það eru þá niturbindandi jurtir sem sjá fyrir áburðargjöfinni, t.d. smári, og svo margvíslegur blómsturgróður með sem kallar á aukið skordýralíf, og þá líka fuglalíf.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband