Þjóðarlöstur.

Íslendingar henda sígarettum, flökum, papparusli og hverju sem er út um bílglugga á ferð hvar og hvenær sem er.

Ef haldin er útisamkoma verða stundum margir ferkílómetrar þaktir af rusli á undraskömmum tíma. 

Þetta er eðlilegt. Þetta þykir nefnilega sjálfsagður hlutur og ef minnst er á sektir líkt og víða erlendis, allt upp í 120 þúsund krónur fyrir sígarettustubbinn eða karamellubréfið, er litið á slíkt sem kúgun og ófrelsi.

Einn helsti kostur Íslendinga er að vísu umburðarlyndi, sem kemur til dæmis fram í Gleðigöngunni, en sú tegund umburðarlyndisins, sem felst í kæruleysi og skeytingarleysi er sennilega versti ókostur okkar. 

Þess vegna líðst þessi yfirgengilegi sóðaskapur og eins og að reyna að stökkva vatni á gæs að reyna að stemma stigu við honum. 


mbl.is Yfirgengilegur sóðaskapur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Betra þætti mér ef þessari manísku alhæfingu væri breitt í sumir Íslendingar.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 03:12

2 identicon

Bæta má því við að sóðaskapurinn virðist verstur á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru meðal annars landlægar hrækingar svo hatrammar að ekki veitti af að koma upp hrákadöllum sem víðast.

Afgreiðslustúlka við Laugaveg brá sér út fyrir dyr í spjall við ungan mann í fyrrasumar . Þau reyktu og tuggðu af kappi, spýttu öðruhverju á gangstéttina og skildu eftir sígarettustubba og tyggjóklessur á gangstéttinni eftir samtalið.

Fólk í verslun á móti fylgdist með aðförunum, m.a. ég. Ekki hef ég séð slíkar aðfarir til útlendinga sem fjölmenna þar töluverðan hluta ársins. Vonandi taka þeir ósiðina ekki upp eftir okkur.

Mig grunar að höfuðborgarbúar eigi verulegan hlut að óþrifunum meðfram þjóðvegunum. Allavega er gerð herör gegn draslinu af dreifbýlingum víða um land af dreifbýlingum á sumrin. Þekki það af eigin raun þar sem ég hef búið bæði í Reykjavík og víða annnarsstaðar.

Sverrir (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 05:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Útlendingar sem sjá óskapnaðinn sem blasir við eftir útihátíðir og sést á víð og dreif um allt land, kenna eðlilega þjóðinni í heild um þetta, enda er aðalatriðið ekki það hvort það séu bara "sumir" sem gera þetta heldur hitt, að þetta er látið líðast. 

Það þykir sjálfsagt mál að allt sé útbíað í drasli í miðborg Reykjavíkur eftir næturgleðina, - annars væri ástandið ekki eins og það er. 

Víða í útlöndum má sjá skilti sem greina frá því að allt að 120 þúsund króna sekt sé við því að henda sígarettu.

Hér sést slíkt hvergi.

Ómar Ragnarsson, 16.8.2011 kl. 12:11

4 identicon

Sæll Omar! tad sem vantar i midborg Reykjavikur eru Ruslatunnur og øskubakkar. Ruslatunnur turfa ekki ad vera ljotar, her i midborg Osloar eru fallegar ruslatunnur sem eru vel festar nidur en gott adgengi ad teim og audvelt ad losa ur teim fyrir tå sem vinna vid tad. Tad fær engin reykingamann til ad hætta ad reykja med tvi ad taka øskubakkann frå honum. Med kvedjum frå Norge

einar olafsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband