Óhjákvæmileg þróun.

Stærstu krossgötur Íslands eru á svæðinu í kringum Elliðárdal, í línunni Ártúnshöfði-Mjódd-Smárinn.

Þungamiðja íbúðabyggðar höfuðborgarsvæðisins er austast í Fossvogi. 

Þungamiðja atvinnufyrirtækja höfuðborgarsvæðisins er austan við Kringlumýrarbraut.

Afleiðingarnar hafa lengi blasað við án þess að tekið hafi verið eftir því: Hvers kyns starfsemi leitar inn að miðjunni, og ekki er hægt að færa þessa miðju til, því að bein lína Akureyri-Mosfellsbær-Suðurnes liggur um Elliðaárdal og bein lína Selfoss-Reykjavík liggur líka um Elliðaárdal. 

Hvarf síðasta bankans af Laugavegi og Bankastræti og færsla hans í austurátt er eitt af mörgum dæmum um þetta. 

Sumir hafa sagt sem svo að með því að gera nýja samgönguæð um Sundin og gamla miðbæiinn yfir á Álftanes og þaðan suður úr sé hægt að búa til nýjar krossgötur. 

Allir sjá að svo tröllaukin risaframkvæmd er útilokuð. 

Aðrir segja að með því að leggja flugvöllin niður og reisa þar tugþúsunda íbúðabyggð sé hægt að láta verslun og þjónustu færast nær Kvosinni. 

Þetta er sömuleiðis alveg óraunhæft, því að krossgöturnar færast ekkert við þetta og það er alþjóðlegt lögmál að krossgötur soga til sín verslun og þjónustu. 

Og hvaðan á það fólk að flytja, sem á að eiga heima í þessu nýja hátimbraða borgarhverfi?  Standa ekki þúsundir íbúða auðar á höfuðborgarsvæðinu?  

Þá er sagt að með tímanum muni þurfa þetta nýja Vatnsmýrarhverfi vegna fólksfjölgunar á þessari öld. En hve langan tíma mun það taka? 

Sagt er að milljarðatugir muni græðast vegna kaupa manna á lóðum á fyrrum flugvallarsvæði. 

Detta þessir peningar af himnum ofan?  Einhverjir hljóta að borga þá og hætta við að nota þá í eitthvað annað. 


mbl.is Síðasti bankinn hverfur af Laugaveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sturla Snorrason hefur sett fram frábæra hygmynd að nýjum miðbæ í Reykjavík og flottu skipulagi.  Hér með hvet ég alla til að heimsækja síðuna hans.

http://midborg.blog.is/blog/midborg/entry/1182376/

http://midborg.blog.is/blog/midborg/entry/1184795/

Benedikt V. Warén, 19.8.2011 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband