Sérkennilegt.

Það er sérkennilegt að sveitarfélag sem fékk á sínum tíma til sín 200 milljarða framleiðslufyrirtæki á núvirði og 450 ný störf auk þeirra umsvifa sem voru í tengslum við aðra 200 milljarða sem eytt var í Kárahnjúkavirkjun skuli vera í svona miklu peningahraki að það sé ekki hægt að opna eitt stykki skíðasvæði af afar hóflegri stærð. 

Á hörmungarárunum svonefndu þegar sagt var að byggðin væri að deyja man ég ekki betur en að það tækist að halda úti þessu skíðasvæði.

Á skíðaárum mínum 1989-1994 fór ég í fjölskylduferð í Oddsskarð og fannst þetta gott skíðasvæði, miðað við það að það tók ekki mikið rými og hefði því átt að vera sæmilega hagkvæmt. Það er eftirsjá að því fyrir skíðaáhugafólk, enda sú íþrótt einhver sú besta fjölskylduíþrótt sem ég þekki.


mbl.is Ekki til peningur til að opna skíðasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er nú ekki búið að loka varanlega... Þannig að það er nú ekki "eftirsjá" þó vissulega væri skemmtilegra að opna fyrr. 

Og það hafa nú fleiri sveitarfélög en Fjarðabyggð viðrað lokanir á skíðasvæðum tímabundið og jafnvel varanlega eins og Borgastjóri bryddaði eitt sinn uppá.

Eiður Ragnarsson, 4.11.2011 kl. 08:22

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afar léleg nýtni hefur verið á skiðasvæðum landsins fyrir áramót vegna snjóleysis.

 Fjarðabyggð, eins og önnur sveitarfélög landsins fóru afa illa út úr hruninu þar sem stór hluti skulda var í erlendri mynt. Munurinn á Fjarðabyggð og flestum öðrum sveitarfélögum er hins vegar sá, að Fjarðabyggð hefur öfluga og stöðuga tekjulind og þarf því ekki að kvíða framtíðinni.

Væntingar um að Ómar Ragnarsson skilji þetta, eru engar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 11:50

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það má gagnrýna bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð vegna óhóflegrar skuldsetningar, t.d. vegna skipulagsmála. Nýjum hverfum var dritað niður á Reyðarfirði og eru nú hálfbyggð. Samt var byggt of mikið.

Spár um íbúaþróun gengu fullkomlega eftir en það var ekkert farið eftir þeim.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 11:58

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er athyglisvert að skoða þessi ummæli hjá Ómari:

Það er sérkennilegt að sveitarfélag sem fékk á sínum tíma til sín 200 milljarða framleiðslufyrirtæki á núvirði og 450 ný störf  (Innsk. í raun 800-900 störf) auk þeirra umsvifa sem voru í tengslum við aðra 200 milljarða sem eytt var í Kárahnjúkavirkjun..."  (Undirstrikun mín)

Viðskiptasnillingurinn Ómar Ragnarsson, telur að þegar fjárfest er í nýju fyrirtæki, þá sé verið að "eyða peningum".

"Umsvif" vegna Kárahnjúka voru hins vegar ekki mjög mikil á Reyðarfirði, þó vissulega hafi góð hafnaraðstaða nýst vel á framkvæmdatímanum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 12:12

5 identicon

Það eina sem er sérkennilegt við þetta eru þessi skrif Ómars. Hann hefði átt að kynna sér málin betur. Ég bendi honum á að kynna sér málin með því að ræða við bæjaryfirvöld. Bendi honum á í  leiðinni að störfin inni í álverinu eru um 450, en á álverssvæðinu og við Mjóeyrarhöfn eru þau yfir 900.´Í fyrra og það sem af er þessu ári kemur tæpur þriðjungur af öllum útflutninga landsmanna frá Fjarðabyggð. Hinsvegar kemur minn en þriðja hver króna af því sem íbúar hér greiða í skatta aftur inn á svæðið. Ríkis- og höfuðborgarhítin gleypa hitt.

Kristinn V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 17:57

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Útflutningur landsmanna" er að vísu bókaður sem liður í vöruskiptajöfnuði. Það er hins vegar erlent stórfyrirtæki sem hirðir söluandvirðið af þessum útflutningi og hefur af honum allan arðinn.

Ómar Ragnarsson, 4.11.2011 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband