Aðdáunarvert dýr og gott mannanafn.

Hjá okkur Íslendingum hlýtur hvítabjörninn að vera meðal þeirra dýra sem mesta aðdáun vekur.

Hvernig svona stórt spendýr getur komist af við þau erfiðu skilyrði það lifir við er einfaldlega kraftaverk sköpunarverksins á norðurhjaranum.

Ég ætla ekki að vera að fara neitt meira í kringum það að ég dáist meira að bjarndýrum en flestum öðrum dýrum og beinist aðdáunin ekki síður að skógarbirninum, hvernig hann lifir af veturinn með því að leggjast í híði.

Mýktin, lipurðin, snerpan og aflið sem sameinast í þessu þunga dýri og það hvernig það lifir af óblíðustu skilyrði er hreint undur.

Ekki minnkar dálætið við það hvað hægt er að leika sér að nafni dýrsins og samhljóða mannanafni í kviðlingum, samanber þessa þakkarvísu til eins vinar míns með þessu nafni, þar sem orðanna hljóðan en ekki ritháttur skiptir öllu máli, sá sem les þetta verður að hlusta vel á sjálfan sig:  

Víst ertu snjall og vís, Björn.

Vin engan betri ég kýs, Björn.

You solve my case

and save my face

so sweetly við grace

and ease, Björn.


mbl.is Forn björn beit bjarna fastast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Við deilum sameiginlegri aðdáun á hvítabirninum. Hef sjálfur komist mjög nálægt þessari stórkostlegu skepnu norður á rúmlega átattíu og tveimur gráðum norður, norðan við Hinloppen á Svalbarða. Sigldum þar fram á birnu með tvo húna sem stungu sér til sunds og skriðu þess á milli upp á ísjaka. Hristu sig lítið eitt er á jakana var komið og héldu síðan áfram för, eins ferðalag þeirra væri einhverskonar "pikknikk". Svo var þó aldeilis ekki, því frostið var rúmar tuttugu gráður. Mikilfenglegasta spendýr jarðar að mínu mati, ekki spurning.

Þega ég las fyrirsögn fréttarinnar, vorkenndi ég að sjálfsögðu Bjarna fyrst, fyrir að hafa verið bitinn svona illa af gömlum birni, en eins og oft vill verða, þegar göslast er yfir fyrirsagnir, getur manni orðoið illilega á í messunni, ef fréttin sem fylgir er ekki lesin til hlýtar.

Vísan annars fín hjá þér. Gaman að geta leikið sér svona með orð. Eitthvað sem mér tekst sennilega aldrei, enda les ég allt einhvernveginn alltaf á hvolfi eða úti í skurði.

Halldór Egill Guðnason, 5.11.2011 kl. 01:21

2 identicon

Ekki gat nú að því gert að það sem mér kom fyrst í hug var  "auminga Bjarni , afhverju voru einhverjar fornskepnur að bíta  hann" , þegar ég sá þessa fyrirsögn, en varð um leið hugsað til þýska túrhestsins sem fyrir einhvejum árum varð að hádegisverði  Bjarna á Svalbarða af því honum fannst þeir svo mikilfenglegir að hann þurfi endilega að fá nærmynd af þeim á filmu.

Bjössi (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 04:00

3 identicon

Mikið ofboðslega er ég sammála með að ísbjörninn sé aðdáunarvert dýr. Ég sá þátt um  birni á Animal Planet síðasta vetur. Þar var birna upp við á með 2 húna að leita að æti þegar allt í einu kemur stærðarinnar karldýr hinumegin við ánna, sem ætlaði sér greinilega að éta ungana. Þvílíkt sem að móðirin varð grimm, hún rak stóra bangsa í burtu... meira að segja tvívegis :)

Arnar Snorri Jónsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband