"Öfga"-söngurinn strax byrjaður.

Fróðlegt er að sjá fyrstu bloggviðbrögðin við sameiginlegri umsögn 13 félagasamtaka um drög að þingsályktunartillögu um verndun og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun).

Raunar er uppsetningin verndun-orkunýting hlutdræg, því að hún gefur til kynna að engin nýting sé möguleg nema orkunýting. Gullfoss er besta dæmið um staö/svæði þar sem verndarnýting hefur verið tekin fram yfir orkunýtingu fram að þessu.

Látum það vera, en fyrstu bloggviðbrögðin tengd frétt mbl.is voru þessi: ÞAU VILJA STÖÐVA ALLAR VIRKJANIR. Ekki var getið um þau tilfelli þar sem við lögðum til að svæði yrðu sett í biðflokk, nei, það er dauðasök.

Ekki heldur það að nú eru í gangi framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun sem enginn hefur sett sig upp á móti. 

En þessi viðbrögð er í fullum samhljómi við það að reyna að stjórna umræðunni með því að stilla henni upp sem átökum hófsamra virkjanamanna og "öfga-náttúruverndarfólks". 

Í þessu felst líka sú ásökun að við (ég vann fyrir Framtíðarlandiið að þessari sameiginlegu umsögn) höfum kastað stríðshanska. 

Ef menn fara yfir umsagnirnar má sjá að af viðbrögðin við þeim hefðu getað orðið: "ÞAU VILJA VIRKJA ALLT!" því að slíkar umsagnir skipta mörgum tugum.

Og ekki bara það, - því að það fyrsta sem fréttist í fjölmiðlum af umsögnum, talsverðu áður en umsagnarfresti lauk,  var umsögn frá 0rkuveitu Reykjavíkur þess efnis að Bitra skyldi ekki fara í verndarflokk. 

Og ein af fyrstu umsögnunum var þess eðlis að í stað þess að Gjástykki færi í verndarflokk skyldi það fært í virkjunarflokk og fleiri í sama dúr fylgdu á eftir.

Nú er svo að sjá menn sjái rautt yfir því að við brugðumst til varnar eftir að virkjanasóknin var þegar hafin og dirfumst að andæfa henni. 

Eftir að Orkuveita Reykjavíkur og fleiri höfðu gefið tóninn lá það ljóst fyrir, að 13 samtökin áttu tveggja kosta völ:

1. Að "vera þæg" og leggja inn umsagnir þar sem engar athugasemdir yrðu gerðar við flokkunina í drögunum að þingsályktunartillögunni og vona að hætt yrði að hrópa: Öfgafólk! Öfgafólk!

Leyfa hinum "hófsömu" virkjunarsinnum að setja fram rök sín gegn öllum verndunarhugmyndunum og biðflokkshugmyndunum. Leyfa þeim einum að vinna eins og berserkir gegn verndun eða bið.

Eða...

2. Gefa Alþingi og þjóðinni færi á því að sjá rök með og á móti vegast á í umsögnunum. 

Hrópað er: ÞAU ERU Á MÓTI ÖLLUM VIRKJUNUM!"  "Á móti framförum!  Á móti atvinnuuppbyggingu! Á móti rafmagni! Vilja fara inn í torfkofana!" af því við dirfumst, eftir að búið er að reisa 28 stærri virkjanir um allt land sem framleiða fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum til eigin nota, að setja fram gagnrök gegn rökum virkjanafíklanna. 

Já, það er stundum vandlifað. 

 


mbl.is Vilja stofna þjóðgarð á miðhálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er okkar ágæti Gunnar Th?

Vonandi hefur ekkert komið fyrir hann.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 18:18

2 Smámynd: Hafþór Rósmundsson

Ef þessi bloggfærsla er ekki öfgaofstopi þá veit ég ekki hvað venjulegar öfgar eru !!!!!!!!

Hafþór Rósmundsson, 14.11.2011 kl. 18:30

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"...framleiða fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum til eigin nota,.."

Hótelið sem á að rísa við Hörpuna verður í eigu útlendinga. Er þá rafmagnið sem hótelið notar, ekki til "eigin nota" ? Fullt af fyrirtækjum er nú í eigu bankanna sem að hluta er nú í eigu útlendinga. Er rafmagnið sem selt er til þessara fyrirtækja, ekki til "eigin nota"?

Verndarsjónarmið er í eðli sínu ósættanlegt við nýtingarsjónarmið. Ef einhver er þeirrar skoðunar að ekki eigi að hrófla við einhverju í náttúrunni, þá er ekkert í sjálfu sér sem getur breytt því... er það?

Ómari verður tíðrætt um Gullfoss. Það er ágætt dæmi. Þeir sem eru á móti því að hrófla við honum, eru ekki til viðræðna um að prútta neitt um það. Er hægt að "semja" við náttúruverndarsamtök um að slá af verndarkröfum sínum? Ég held ekki.

Ég hef lengi haldið því fram að kærur sem berast vegna fyrirhugaðra framkvæmda, hvort sem það eru vega eða virkjanaframkvæmdir, koma frá fámennri klíku öfgafólks sem komið hafa sér fyrir í stjórnum allra helstu náttúruverndarsamtaka landsins. Svo þykist þetta fólk tala fyrir hönd þjóðarinnar, af því þetta eru "öll helstu náttúruverndarsamtök landsins".

200 athugasemdir bárust vegna rammaáætlunarinnar og einhverjar eru á leiðinni í pósti. Ómar sagði fyrir tveimur dögum síðan að athugasemdirnar væru vel á þriðja hundrað, frá áhugafólki "á vegum náttúruverndarsamtaka". Auðvitað veit Ómar hvað athugasemdirnar verða margar, löngu áður en þær birtast opinberlega. Þetta er allt á fárra manna höndum og athugasemdirnar eru samdar í reykfylltum bakherbergjum. "Reykfyllt bakherbergi" er auðvitað myndlíking.

"það eru margir sem mun dæsa af miklum feginleik eftir harða vinnu."

Ég sagði þá í athugasemdarkerfinu: "Á þriðja hundrað umsagnir eru gríðarlegt verk fyrir fámennan hóp. Ég get vel trúað því að þetta fólk dæsi, úrvinda af þreytu."

Fyrir vikið fékk ég dásamlegt andsvar frá nafnlausum hugleysingja:

"Mér er gersamlega fyrirmunað að skilja hvað þessi leigubílstjóri og ál-talibani þykist þurfa að kommentera við hverja færslu hjá þér, Ómar.

Yfirlætisfullur ignoramus. " 

"Þú ert bjáni, Gunnar.

Og því færri nótar þér líkum, þess betri heimur." (Jóhann)

Ég fæ svona gusur reglulega hérna í athugasemdarkerfinu hjá Ómari. Það sannfærir mig um að ég sé að gera eitthvað rétt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2011 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband