Gamalkunnugt, að lifa á kostnað lífeyrisþega.

Það er gamalkunnugt og að því er virðist eilíft fyrirbrigði að lifa á kostnað framtíðarinnar.

Þetta var eitt af því sem varð á sínum tíma grundvöllur verðtryggingarinnar, sem var eitt af baráttumálum Vilmundar Gylfasonar sem andsvar við því að stjórnleysi í efnahagsmálum skóp verðbólgu sem eyddi sparnaði og sjóðum landsmanna, þeirra á meðal lífeyrissjóðunum.

Þetta var hróplegt óréttlæti og í grófum dráttum voru í raun hundruð milljarða á núvirði teknir úr lífeyrissjóðum, líknarsjóðum og öðrum sjóðum og færðir til húsbyggjenda og annarra sem voru í aðstöðu til að taka lán.

Á þessum árum fengu húsbyggjendur og húsakaupendur í raun allt að þriðjung kaupverðsins gefins á þennan siðlausa hátt.  

Lengi vel tregðuðust stjórnvöld þess tíma við að horfast í augu við vanda lífeyrissjóðanna en að lokum var hann þó tekinn fyrir og tókst að leysa hann að mestu.

Það tók samt tíma og kostaði sitt.

Nú er full ástæða til að óttast að svipað sé í uppsiglingu, ekki bara vegna ásóknar í þessa peninga til oft á tíðum vafasamra fjárfestinga heldur vegna andvaraleysis um þá hættu sem getur vofað yfir.

 


mbl.is Ríkið frestar vanda LSR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Nú þegar pólitíkusar , sem enginn veit á hvers vegum starfa, eru komir á kaf í áætlanagerð með þáttöku lífeyrissjóðanna í jarðvarmavirkjanagerð-er hætta á ferðum. Prófkjör flokkanna gera það að verkum að fremstu þingmenn standa í raun ekki reikningsskil til sinna flokka. Hrunið sýndi okkur að viðskiptablokkirnar keyptu sér þingmenn til eigin afnota. Síðan gaspra þessir guttar um jöfnuð ,réttlæti og hagsmuni alþýðunnar. Úlfar í sauðagæru. Einu fjármunirnir sem til eru og eru freistandi í áhættufjárfestingar eru einmitt lífeyrissjóðirnir. 500 milljarðar sem lánaðir voru til braskara í keðjubréfa bólu hrunsins-skila sér ekki til baka. Einhverjir hafa fengið allt þetta fé-það er klárt. Reynslan sýnir að svokallaðir eigendur þessara sjóða hafa nákvælega ekkert með eign sína að gera. Fjármálaelítan og stjórnmálamenn sem sitja í skjóli hennar-ráða för. Hætt er við að fé þetta verði uppurið á næstu 5-10 árum- Og hvað tekur þá við fyrir þá sem enn lifa en eru utan vinnu vegna aldurs. Kvíðvænlegt.

Sævar Helgason, 8.2.2012 kl. 17:47

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er ekki kerfið sem eyðir peningum, það er fólk sem tekur þá og gerir allt sem það getur til að komast upp með það, og á Íslandi tekst það.

Hrannar Baldursson, 8.2.2012 kl. 18:08

3 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Trúi því varla að þú ætlir að taka rangan kúrs varðandi verðtrygginguna eins og í virkjunarmálum. Verðtryggingin kaffærir lántakendur sem neyðast til að taka verðtryggð lán auk hárra vaxta. Nú stefnir í að verðbólgan hækki  og verður því 6% auk vaxta sem eru líka mjög háir miðað við önnur lönd. Það þarf að breyta vísitölu verðtryggingarinnar. Það væri skaplegra að hún fylgdi einungis launavísitölu. Hvernig á launþegi að borga miklu hærri upphæðir af lánum sínum ef allt hækkar nema launin hans ? Virkjanamálin bíða betri tíma. Kveðja

Sigurður Ingólfsson, 8.2.2012 kl. 20:53

4 identicon

Verðtrygging ofan á háa vexti er dauðadómur á skuldara, - og það erum við flest eins og er. Enda lítt tíðkuð um hnattkúluna.

Og tenging hennar hefur aldrei verið lagfærð. Það er t.d. eðlilegra að fasteigna lán fylgi byggingavísitölu, og miðist frekar að hámarki við brunabótamat en sölumat.

Áhættusækni í fjárfestingum hefur og frekar fylgt háum vöxtum. Sumir segja að í gróðærinu hafi í raun vextir og verðtrygging sett landið á heddið.

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 23:42

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki að tala um verðtrygginguna núna í 6-7% verðbólgu, heldur orsakir þess að hún  var tekin upp á langmesta verðbólgutímabili Íslandssögunar, þegar verðbólgan komst yfir 100% vorið 1983.

Ómar Ragnarsson, 8.2.2012 kl. 23:55

6 identicon

Ég man það að sumarkaupið mitt 1981 var 2.000 kr á mánuði, 4.000 1982, 8.000 1983 (reyndar hækkað út af hækkandi aldri & frammistöðu, hehe)og 10.000 1984. 1985 var vikukaup mitt sem verkamanns 'a la 40 klst ca 2.800 kr, og svo komið í 4.000 að hausti. Svo má rekja þetta áfram.

Þarna var mikil verðbólga, og muni ég rétt fór verðbólguHRAÐI yfir 100%, en gerði ársmatið það?

Hávextir þess tíma gerðu fjárfestingu að algeru sjálfsmorði. Mér er minnisstætt hvernig fór fyrir endurnýjun bygginga á bújörðum. Það voru 3 nýbyggð fjós í sýslunni 1987, og öll féllu þau fljótlega úr brúki. Rekstrargrunnurinn kallaði á að selja allt laust eða flosna.

Menn voru stundum í þessum rekstri píndir til að byggja eða hætta ellar v. aðstöðuleysis, og þekki ég það dável. En þar urðu nokkur vanhöld á hávöxtunum ef menn hreinlega rúlluðu.

Þeir sem byggðu íbúðarhús fyrir verðtryggingu áttu það hins vegar betra. Mig minnir að foreldrar mínir hafi klárað á 20 árum.

Það má þó ekki kalla það óréttlæti, því að það fólk er af mannmargri kynslóð eins og þú Ómar, og húsnæðisekla mikil. Og ekki var lánað svo galið eins og nú síðar þegar hærra sölumat en brunabótamat gat ráðið um 100% fjármögnun.

Foreldrar mínir voru í klemmu út af þröngu lánsfjármagni 1968, og munaði ekki miklu að þau misstu húsið. Sama henti okkur hjónin 2001-2002, en sluppum.

Bottom line: Hávextir, hvort þeir eru skapaðir af verðtryggingu eða ekki, koma alltaf fyrr eða síðar aftan að gjaldmiðlinum og rýra hann. Þetta snýst um formúlu, en ekki pólítík eða hagfræði. % í vöxt kallar á tvöföldunartíma þess kapítals sem er í umferð, og þar af leiðandi minnkandi gengis í lokuðu kerfi. Það þarf mikinn mannvöxt og framleiðsluvöxt til að tomma á móti, og hvorugt gengur að eilífu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband