Sagan endalausa.

Frá desember og fram í mars er það regla frekar en undantekning í mesta vindabæli á norðurhveli jarðar að fárviðri með tilheyrandi úrkomu gangi yfir landið, oft jafnvel eitt á sólarhring.

Á þessum tíma, sem þar að auki er myrkasti tími ársins, er það fráleit ætlan útlendinga að ætla að ganga yfir þvert landið, hvað þá yfir sjálfan Vatnajökul.

Oft er farið upp á hálendið þótt veðurspá sýni glögglega að aftakaveður verði á fyrirtætlaðri leið, og ef ætlunin er að ferðin taki jafnvel margar vikur er nánast útilokað annað en að fárviðri skelli á göngumönnum, rífi tjöld þeirra og búnað og feyki út í buskann.

Frakki einn, sem bjargað var naumlega í lok slíkrar píslargöngu hér um árið sagði að tvennt hefði komið sér á óvart: Vindurinn og snjórinn.

Þar átti hann við það að vindurinn var svo sterkur að ekkert tjald stóðst hann og snjórinn var svo fíngerður að hann smaug inn í hvað sem var og fyllti það.

Í lokin kom síðan ausandi slagveður í aftakaroki, og var það aðeins fyrir kraftaverk að Frakkinn lifði þetta af.

Það er erfiðleikum bundið að stöðva för fólks en eitthvað þarf að gera til að afstýra því eftir megni að sagan endalausa gerist aftur og aftur vetur eftir vetur.  


mbl.is Miðar hægt en örugglega niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er ekki fyrir löngu kominn tími til að björgunarsveitir setji upp gjaldskrá við aðstoð? Flest ef ekki öll þessi útköll eru þannig að auðvelt hefði verið að ekki hefði þurft að kalla út björgunarsveit ef undirbúningi ferðar væri betri og meiri fyrirhyggja sýnd.

Mörg þessara slysa eru grátleg eins og þegar þýsku piltarnir týndust við Svínafellsjökul hérna um árið. Þeir hafa treyst á tæknina en venjulegir símar duga skammt á þessum slóðum. Í þessu dæmi hefðu þeir átt að hafa bakhjarla sem vissu nákvæmlega þeir voru og neyðaráætlun ef ekkert heyrðist frá þeim eftir ákveðinn tíma.

Varðandi rokið, þá er spurning hvort við eigum ekki að leggja áherslu á skjólskógrækt. Hefði verið plantað skjólbeltum við Keflavíkurflugvöll, hefði sennilega verið unnt að draga úr vindinum alla vega beina honum annað. Það er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að nefna skógrækt við suma landa okkar. En gagnið af skóginum er umtalsvert, þegar hann er kominn á legg!

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2012 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband