Sérfræðingar sögðu þetta í fjölmiðlum.

Eftir að Ólafur Ragnar flutti nýjársávarp sitt leituðu fjölmiðlar að sjálfsögðu álits stjórnmálafræðinga á því, og þeir, ásamt ýmsum bloggurum, lögðu þann skilning í ávarpið að Ólafur héldi opinni glufu fyrir áframhaldandi setu.

Það er því ekki rétt að kenna fjölmiðlum um að að hafa "búið til óvissuna" þótt álitsgjafar þeirra úr sétt háskólamanna og sérfræðinga teldu hana fyrir hendi.

Það má kenna fjölmiðlum um margt en varla um það þótt sérfræðingara á ýmsum sviðum og ráðamenn láti ýmsar skoðanir og niðurstöður sínar í ljósi í fjölmiðlum.

Ef svo væri eru það hugsanlega fjölmiðlarnir sem væru að "búa til óvissuna" sem nú ríkir í þessum málum, af því að forsetinn kom fram í fjölmiðlum til að greina frá henni.


mbl.is „Þetta eru ekki slíkir tímar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nákvæmlega.

Ummæli hans og athafnir gefa öll til kynna að hann ætli sér, (nauðbeygður) að bjóða sig fram.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2012 kl. 01:06

2 Smámynd: Ruth

Ég tek undir með Ólafi að þetta kom alveg skýrt fram í Nýársávarpinu ! Það var engin efi í mínum huga um vilja hans og skildi ekki í þessum efa og endalausu álitsgjöfum sem voru birt í fjölmiðlum. En ég er auðvitað bara einfaldur almúgi :)Ég varð sannfærð við þessi orð hans : 

 "Þótt árin hafi liðið furðu fljótt er samt langur tími frá því ég ávarpaði
ykkur fyrst úr þessum sal og því eðlilegt að við Dorrit og reyndar
fjölskyldan öll séum farin að hlakka til frjálsari stunda.
Við hjónin höfum
líka á liðnu ári eignast fallegt hús í trjálundi við litla á, griðarstað til
frambúðar."

 Og þetta :

" Niðurstaðan kann að hljóma sem þversögn en er engu að síður sú að
aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á
verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim
skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum.
Þegar skyldur þjóðhöfðingjans hvíla ei lengur á mínum herðum fæ ég
meira frelsi
til að sinna hugsjónum og málefnum sem hafa lengi verið mér
kær
, get á annan veg tekið þátt í að efla framfarir og hagsæld, vísindi,
rannsóknir og atvinnulíf. Þá munu opnast nýjar leiðir til að styðja baráttuna"

Ég túlkaði þetta þannig að Ólafi og Doritt hlakkaði til að flytja í littla húsið sitt og njóta frelsisins !

Og að Ólafur myndi njóta sín betur að rita og tala sem hann sjálfur en ekki embættismaður !

Ég myndi gjarnan vilja hafa hann áfram sem forseta okkar og er mjög ánægð með störf hans en skil líka að hann þrái frelsið og njóta efri árana með Doritt sinni á annan hátt.

Að vissu leiti er það eigingjarnt af þjóðinni að vilja ekki sleppa honum.

En ef hann biði sig fram aftur myndi ég kjósa hann 

Ruth, 28.2.2012 kl. 01:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 02:24

4 identicon

Það er svo undarlegt að ég fann yndislegu bókina þína "Manga með svartan vanga" á bókasölu á elliheimilinu Grund fyrir stuttu og er akkurat núna á bls. 102 þar sem "stórbóndinn" ýmindar sér Möngu þylja yfir fylgdarmanni Herra Ásgeirs forseta:

"Hvort skal nokkur bjóða og banna / börnum frjálsa þessa lands... / ...hroki og græðgi höfðingjanna / hlekkjar fætur smælingjans!"

Þetta á reyndar ekki við um Herra Ólaf Ragnar því hann hefur frekar frelsað fætur smælingjans og ég vona heitt og ynnilega að hann verði áfram næsta kjörtímabil þó það hafi komið skírt fram í nýársávarpi hans að hann væri að hætta. Ljóðið passar frekar við þessa hörmulegu ríkisstjórn sem hér hefur rústað öllu og vill afsala okkur sjálfstæðinu.

Það má eiginlega segja að nú sé það smælinginn að hlekkja fætur forsetans.

Ég var reyndar komin á kafla 2 í bókinni þegar ég áttaði mig á að þú hefðir skrifað hana. Takk fyrir að festa þessi ár úr æsku þinni á prent með þinni skemmtilegu frásagnargáfu!

anna (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 02:33

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson er í íslenskri hástétt og þar auki kvæntur forríkum gyðingi.

Ekki veit ég til þess að karlinn hafi frelsað einhvern frá fátækt eða öðrum leiðindum en það gæti svo sem hafa farið framhjá mér, því ekki er ég með nefið ofan í Bessastaðakoppunum, sem trúlega eru hlaðnir gulli og gimsteinum.

Og ekki gæti "frelsarinn" komið í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, hvort sem hann graðgar í sig sladdann í Mosfellsbæ, á Bessastöðum eða í höll keisarans, vinar hans og Ömma frænda í Kína.

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband