Svifflugmenn og svifdrekamenn eru ekki það sama.

Flugmenn skiptast í ýmsa flokka. Vélflugmenn fljúga loftförum, venjulegum flugvélum, sem knúnar eru áfram með hreyflum.

Þyrluflugmenn fljúga líka loftförum sem knúin eru með hreyflum en hafa ekki fasta vængi eins og flugvélar, heldur spaða sem snúast og eru ígildi vængja að því leyti.

Svifflugmenn fljúga loftförum með fasta vængi eins og flugvélar hafa, en nota ekki vélarafl, heldur svífa svífflugvélarnar án vélarafls.

Svifdrekaflugmenn fljúga loftförum með stýrt er með hreyfanlegum vængjum, sem gefa lyftikraft við það að drekinn svífur áfram, annað hvort í afllausu svifi eða knúinn áfram af hreyfli.

Fyrirsögnin á fréttinni "svifflugmaður brotlenti" er því röng og vísar til allt annars hóps flugmanna en felst í heitinu svifflugmaður. Rétt skal vera rétt.   


mbl.is Svifflugmaður brotlenti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo má reyndar bæta því við að flugmaðurinn sem um ræðir flaug hvorki svifflugu né svifdreka, heldur svifvæng (og ætti því að kalla svifvængjaflugmann)

Jón (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 01:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt hjá þér, Jón Logi, en þetta fréttist ekki fyrr en eftir að ég skrifaði pistilinn og sýnir vel, hve mikilvægt það er að rétt sé sagt frá strax í byrjun.

Ómar Ragnarsson, 14.6.2012 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband