Veldishlaðinn vöxtur gengur ekki upp.

Það hefur verið trúaratriði í efnahagsmálum heimsins að það sé algert skilyrði fyrir því að þjóðfélög þrífist.

Orðið hagvöxtur er sífellt nefnt, og virðist engu skipta hvaða stjórnmálaskoðanir ráðamenn einstakra ríkja hafa.

Það hefur verið talið sérstaklega Kínverjum til tekna að þeir hafa getað komið hagvexti í þessu fjölmennasta ríki heims í allt að 10% og þetta gert að fyrirmynd í hagstjórnun.

Fljótlegt er að sjá að svona mikill hagvöxtur gengur ekki upp nema í stuttan tíma, því að allur svona "exponental" vöxtur eða veldishlaðinn vöxtur lendir í ögöngum eins og gamla dæmið með hveitikornin og skákreitina sýnir best.

Ef allar þjóðir heims ættu að hafa sömu neyslu á hvern íbúa og við Íslendingar og álíka neyslufrekar þjóðir þyrfti mannkynið að hafa átta aðrar jarðir til umráða í viðbót við Jörðina.

Nú er hið samannjörvaða hagkerfi heimsins orðið svo háð því efnahagslega fíkniefni sem krafan um aukinn hagvöxt er, að lítið má út af bregða í einstökum heimshlutum, - vandamálið breiðist út til allra heimshorna.

Stóra vandamálið er ekki að halda uppi endalausum hagvexti og neysluaukningu um allan heim, heldur hitt, hvernig þjóðir heims ætla að bregðast við því óhjákvæmilega, - að komið verður að endimörkum nýtingu auðlinda jarðarinnar og þær fara að þverra og samdráttur taki við.


mbl.is Kína orsakar lækkun í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:

"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð. Samkvæmt mati Seðlabankans var slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.

Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.

Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.

Þarna var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.

Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir við í dag þar sem viðskiptahalli hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið hærri og mælist fjórðungur af landsframleiðslu og verðbólga nálgast 8%, að undanskilinni skattalækkun.

Atvinnuleysi mælist varla. Þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri. Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt. Öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."

Þorsteinn Briem, 11.8.2012 kl. 12:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 11.8.2012 kl. 12:32

3 identicon

Hér skrifar nú lítt menntaður, hver sig oft spyr hvort það borgi sig að mennta vitleysinga. Það á sér oftast stað þegar ekki tekst að koma manneskju með BA, BS, eða MS í verk sem maður sjálfur gat einungis 8 ára að aldri, að það vekji mann til meðvitundar.

En hér kemur hinn ómenntaði fram á ritvöllinn og setur fram stærðfræðireglu sem tilheyrir viðfangsefni bloggsins.  Þetta hefur undirritaður áður gert.

Taka skal töluna 70. Deila skal í hana "vextinum" eða á fínmáli "vaxtaprósentu". Útkoman verður svokallaður "Tvöföldunartími", - þ.e.a.s. sá tími sem það tekur viðkomandi tölu að tvöfaldast.

3.5 vesæl prósent í ársvöxtun án afgreiðslu eru ekki nema 20 ár í tvöföldun
Feitir yfirdráttarvextir geta valdið tvöföldun á rúmum 3. árum.

Svo skilja menn ekkert í því að vöxtur geti ekki haldið áfram hikstalaust til frambúðar!

Þetta er ekki skoðun, ekki pólitík, bara köld stærðfræði. En flestir þekkja ekki þetta einfalda lögmál, eða forðast að koma nærri því. Bara talan 70. Stærðfræðiregla eins og Pýþagóras...........

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband