Einn mánuður segir ekki nógu mikið.

Ég hef fylgst með sölutölum bíla í Þýskalandi í áratugi og reynslan sýnir að sölutölur úr einstökum mánuðum eru fengnar úr of stuttum tímabilum til þess að hægt sé að birta fréttir um varanlegar sveiflur í sölu bíla, sem fengnar eru með sölutölum einstakra mánaða.

Í tímaritinu Auto Motor und Sport eru mánaðarlegar sölutölur birtar að jafnaði og ævinlega hafðar til hliðsjónar heildartölur frá árunum svo að hægt sé að átta sig á því hvort hreyfingar í einstökum mánuðum séu tímabundin fyrirbæri sem geta stafað af ýmsum ástæðum, sem jafna sig út eftir því sem viðmiðunartímabilið er lengra.

Það er því að mínum dómi of snemmt að slá því föstu að Audi hafi tekið fram úr BMW í sölu lúxusbíla og réttara að bíða eftir tölum af heildarsölu áranna 2012 og 2011.

Hér heima hefur það komð fyrir að einstakir bílainnflytjendur hafa nýtt sér tímabundið ástand til að setja fram afar hæpnar og oft misvísandi fullyrðingar og alhæfingar um sölu á einstökum tegundum.


mbl.is Audi fram úr BMW í sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband